Skírnir - 01.08.1908, Page 6
198
Vistaskifti.
— Ætlarðu að gera fiskinn alveg ónýtan, maður?
Molarnir fuku út í allar áttir. Og roðið var að verða
að einum stórum skalla.
Þorgerður tók fiskana — jafnt þá, sem barðir höfðu
yerið, og hina, sem enn voru óbarðir — og stakk þeim
undir handlegg sér.
— Farðu nú að smala, Steini, sagði hún. Og þú manst
það, að vanti þig af ánum, þá fær þú engan mat, fyr en
þú ert búinn að finna þær allar . . . þó að það verði
ekki fyr en að ári um þetta leyti.
Hún hólt inn í bæinn með fiskana
Jón fór á eftir henni og hélt á roðinu og nokkurum
fisktætlum, sem við það héngu. Þær hrundu smámsaman
niður . . . Jón vingsaði roðinu svo hart.
— Hann s k a 1 til kirkjunnar. Ekki víst, að þér
þyki betra að p r e s t u r i n n. . . .
Meira heyrði eg ekki. Jón var kominn inn í bæ.
Eg tíndi upp fiskmolana, svo vel og lengi sem eg
þorði. Þá ráfaði eg af stað í smalamenskuna, og hugsaði
um kirkjuferð næsta sunnudag . . . og um að fá ekki mat
fyr en að ári um þetta leyti . . . og um að verða drep-
inn. . . .
Og eg grét. . . . Og hugsaði um, að ilt væri að vera
niðursetningur hjá Þorgerði.
II.
Daginn eftir varð það bersýnilegt, að Jón hafði unn-
ið sigur. Ekki sagði hann samt neitt við mig. Odrukk-
inn var hann jafnan fámáll. En Þorgerður sagði mér, að
gæti eg útvegað mér hest, og föt til þess. að vera í, þá
skyldi eg fá að fara til kirkjunnar með þeim á morgun.
Eg spurði, hver ætti að smala og reka ærnar. Eg
vissi, að fólkið fór æfinlega af stað til kirkjunnar meðan
verið var að mjólka, og kom ekki aftur fyr en eg var
farinn að smala síðdegis.