Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Síða 6

Skírnir - 01.08.1908, Síða 6
198 Vistaskifti. — Ætlarðu að gera fiskinn alveg ónýtan, maður? Molarnir fuku út í allar áttir. Og roðið var að verða að einum stórum skalla. Þorgerður tók fiskana — jafnt þá, sem barðir höfðu yerið, og hina, sem enn voru óbarðir — og stakk þeim undir handlegg sér. — Farðu nú að smala, Steini, sagði hún. Og þú manst það, að vanti þig af ánum, þá fær þú engan mat, fyr en þú ert búinn að finna þær allar . . . þó að það verði ekki fyr en að ári um þetta leyti. Hún hólt inn í bæinn með fiskana Jón fór á eftir henni og hélt á roðinu og nokkurum fisktætlum, sem við það héngu. Þær hrundu smámsaman niður . . . Jón vingsaði roðinu svo hart. — Hann s k a 1 til kirkjunnar. Ekki víst, að þér þyki betra að p r e s t u r i n n. . . . Meira heyrði eg ekki. Jón var kominn inn í bæ. Eg tíndi upp fiskmolana, svo vel og lengi sem eg þorði. Þá ráfaði eg af stað í smalamenskuna, og hugsaði um kirkjuferð næsta sunnudag . . . og um að fá ekki mat fyr en að ári um þetta leyti . . . og um að verða drep- inn. . . . Og eg grét. . . . Og hugsaði um, að ilt væri að vera niðursetningur hjá Þorgerði. II. Daginn eftir varð það bersýnilegt, að Jón hafði unn- ið sigur. Ekki sagði hann samt neitt við mig. Odrukk- inn var hann jafnan fámáll. En Þorgerður sagði mér, að gæti eg útvegað mér hest, og föt til þess. að vera í, þá skyldi eg fá að fara til kirkjunnar með þeim á morgun. Eg spurði, hver ætti að smala og reka ærnar. Eg vissi, að fólkið fór æfinlega af stað til kirkjunnar meðan verið var að mjólka, og kom ekki aftur fyr en eg var farinn að smala síðdegis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.