Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Síða 7

Skírnir - 01.08.1908, Síða 7
1 Vistaskifti. 199 Þorgerður sagði, að auðvitað ætti eg að smala að morgninum. Þá var eins og henni fyndist lítilmótlegt að vera að ræða um þetta við mig. Mig varðaði ekkert um það. Eg mundi líklegast seint sjá um stjórn þar á heimilinu. Eg fann þungan og kaldan gust af henni. Og meðan hún var hjá mér, fanst mér, að þetta mundi ekki verða neitt gaman. En þegar eg var kominn frá augunum á henni, birti yflr sál minni, og mér fanst þetta mundi verða óumræðilegur fögnuður. Eg var ekkert hræddur um, að mér yrði skotaskuld úr því að fá reiðskjótann. Eg gekk að honum vísum hjá Þórði gamla i Vík. Hann var reyndar ekkert árennileg- ur öðrum. Allir krakkar voru dauðhræddir við hann. Hann varð svo oísareiður, þegar minst vonum varði. Og Þorgerður hefði ekki átt mikið erindi til hans um neinn greiða. Það vissi eg vel. En mér stóð enginn ótti af honum. Eg hafði einu sinni í smalamensku náð þeirri blesóttu hans, þegar hún var að strjúka fram á heiðar. Blesa var listaskepna, og Þórður unni henni mikið. Eg vissi það, að þessu hafði hann aldrei gleymt mér. Hann gleymdi aldrei neinu. Og hann hafði sagt mér, að lægi mér á, að hann gerði einhvern tíma bón mína, þá skyldi eg láta sig vita. ... En það var nú samt hræðilegt, ef hann skyldi verða vondur. Eg spurði, hvort eg mætti skjótast fram að Vík — túnin á Skarði og í Vík lágu saman. Það var mér leyft. Eg hljóp mig sprengmóðan. Eg hitti Þórð í smiðjunni Hann var i meira lagi risalegur. Mér fanst úlfgrár hausinn á honum ná upp í smiðjurjáfur, meðan hann stóð uppréttur og blés. Og kola- hrímið framan í honum gerði hann ægilegan, einkum baugar neðan við augun. Hann tók rauðglóandi járnið úr eldinum og smíðaði hestskónagla. Hann sagði ekkert enn, og eg þorði ekkert að segja. Eg settist á smiðjuþröskuldinn og glápti á hann með undrun og aðdáun. Naglarnir hrundu jafnóðum af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.