Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 12

Skírnir - 01.08.1908, Side 12
204 Vistaskifti. aðrir, og beið þess, að þeir settu upp höfuðfötin, og að eg mætti fara að láta þá blesóttu spretta aftur úr spori. Eg gerði það líka svikalaust, að bænagerðinni lok- inni. Eg spriklaði öllum öngum. Blesa fann, að nú var ætlast til þess, að hún drægi ekki af sér. Eg kom varla auga á þúfurnar fram með götunum. Og samt var Blesa mjúk, eins og rúmið hjónanna. Fram undan var Staðar- fjaliið, himinhátt og fagurblátt. Eg gleymdi öllu nema fögnuöinum — Þorgerði líka — Þangað til hún kallaði til mín aftur. — Hvað ertu að glenna þig þetta, strákur, á undan ölluin öðrum, eins og þú sért vitlausr' Ætlarðu að sprengja skepnuna? . . . Heyrðu, Jón . . . hvers vegna læturðu strákinn vera að darka á þessu gæða-hrossi? — Honum var lánuð hún, sagði Jón. — Finst þér ekki nær, að eg sæti á henni? — Jú-ú-hú, sagði Jón. Og innan skamms var farið af baki. Þá voru höfð margvísleg hestaskifti. Söðull Þorgerðar var fluttur á þá blesóttu. Og hnakkurinn minn var látinn á lakasta áburð- arjálkinn á bænum. Nú þeysti eg ekki lengur á undan. Mér fanst jálk- urinn ætla að kljúfa mig við hvert spor, ef hann fór nokkuð greitt. Sigga vinnukona var líka illa ríðandi, og við urðum á eftir. — Liggur illa á þér, Steini? . . . Hvað er þetta? Ertu að gráta? . . . Eg fekk dálítið af sykri i sumar úr kaupstaðnum. Eg er hérna með mola. . . . Hana, veslingur! — Eg hefi ekki lyst á því. — Hvaða fádæma ósköp hlýturðu þá að vera reiður, sagði Sigga. Eg lagði í jálkinn, til þess að komast frá henni, og grét hátt. Hugurinn var fullur af vonzkublandinni magn- leysis meðvitund. Staðarfjallið var ekki blátt, þegar eg kom að því — ekki annað en svartir klettar og gráar skriður — svo

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.