Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 15

Skírnir - 01.08.1908, Side 15
Vistaskifti. 207 — Hvað var hún Ragnhildur í Dal að veiða upp úr þér? Eg þagði. — Hvað var hún Ragnhildur að veiða upp úr þér? sagði hún, byrstari en áður, og kreisti handlegginn. Eg þagði. — Ætlarðu ekki að svara mér? Og hún kreisti handlegginn svo fast, að eg fann tár- in i augunum á mér. En eg ætlaði ekki að svara henni. Ekki, þó að hún dræpi mig. Og ef hún dræpi mig, ætlaði eg að ganga aftur og hengja hana. — Aldrei hefir maður af þér annað en áhyggjur og mæðu. Hún slepti handleggnum á mér og hélt upp til kirk- junnar. Eg stóð eftir og fór að nudda augun. Þá mintist eg þess, að eg mundi verða að þvo mér aftur, ef eg ætti ekki að verða bíldóttur aftur. Að þeirri laugun lokinni, fór eg, eins og aðrir, upp til kirkjunnar. Söngurinn kvað við inni. Eg staðnæmdist við dyrnar, þorði ekki að ljúka hurðinni upp. En mér vildi það til, að menn bar þar að, sem nú fyrst voru að fara inn. Eg sigldi í kjölfari þeirra inn úr dyrunum. Eg sá illa búinn mannræíil í krókbekknum. Hjá honum fanst mér árennilegast að setjast. Eg horfði fyrst með undrun á prestinn í messuskrúð- anum og Kristmyndina uppi yfir altarinu. . . . Þá horfði eg á þá blesóttu fara á kostum undir Þorgerði. Og innan skamms var eg sjálfur kominn á bak fyrir aftan hana, og fleygði henni langar leiðir úr söðlinum. Og hún lá á jörðunni og kallaði til mín. En Blesa bar mig áfram, áfram, áfram. Og hún kom ekki lengur við jörðina, held- ur leið hún í loftinu áfram, áfram, áfram. Og eg skildi ekki, hvað hún gat verið að fara með mig. . . . En þeg- ar farið var að syngja eftir' prédikun, hrökk eg upp með' andfælum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.