Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 16

Skírnir - 01.08.1908, Side 16
■208 Vistaskifti. IV. Bændur urðu sannspáir. Á leiðinni út sveitina lagði hráslagakuldann á móti •okkur. Og þokumekkirnir ultu inn fjallabrúnirnar. Mér fundust þeir likastir herfylkingum illra anda, sem væru að leggja undir sig landið. Eg vissi, hvernig mundi verða að smala í skarðinu í íyrramálið. Eg lét jálkinn lötra í hægðum sínum á eftir hinu fólk- inu. Sigga var stundum að yrða á mig. En eg svaraði henni sem fæstu. Eg var að hugsa um fölleitu konuna með ástúðlega róminn og þýðlega augnaráðið. Og eg var .að hugsa um, hvernig á þvi mundi standa, að Þorgerður var guðhræddust allra manna, sem eg þekti, og líka verst. Og eg var að hugsa um, hvort það mundi vera áreiðan- legt, að guð væri góður, þar sem hann hafði látið mig til Þorgerðar, en ekki til Ragnhildar. Þórður stóð á hlaðinu á Skarði, þegar við komum heim. Hann var þungbrýnn nokkuð, en glotti samt við tönn. Eg sá, að hann einblíndi á Þorgerði og þá blesóttu. — Má eg ekki hjálpa heiðurshúsfreyjunni af baki? sagði hann, þegar Blesa nam staðar, og breiddi faðminn út á móti Þorgerði. En raálrómurinn var furðu kuldalegur. — Þakka þér fyrir, Þórður minn .... Þú gerir svo vel að koma nú inn og fá kaffisopa. Þorgerður var einstaklega góðlátleg. — Skal hún vera hrædd við hann ? hugsaði eg. Því fór ekki fjarri, að svo væri um sjálfan mig. — Eg kaffi? sagði Þórður. Nei. Kaffi hefi eg nóg sjáll'ur. — Jæja. Þorgerður var dúnmjúk í rómnum. Alt fólkið stóð grafkyrt á hlaðinu og hlustaði. Allir áttu sýnilega von á einhverju sögulegu. — Eg er að hugsa um, út af hverju presturinn muni hafa lagt, sagði Þórður. — Eg er alveg hissa, sagði Þorgerður. Eg hélt ekki,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.