Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 19

Skírnir - 01.08.1908, Page 19
I Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. Ýmsa. menn hér heima heflr langað til þess, að kenn- ingarfrelsi presta yrði tekið til umræðu meðal vor. Og þegar fregnin um afdrif skólamáls Vestur-íslendinga á síðasta kirkjuþingi barst hingað, urðu óskirnar um þetta enn sterkari. Og af því að eg er einn í tölu þeirra manna, er þessa ósk ala í brjósti, réð eg af að rita grein um þetta mál. Og mér virðist vel eiga við að láta um- ræður Vestur-íslendinga verða tilefnið til þess, að málinu sé hreyft hér heima. * Vér erum svo fáir, íslendingar, að oss er auðvelt að sjá yfir allan hópinn, og því eðlilegt, að vér veitum nákvæina eftirtekt öllu því, er gerist með löndum vorum hinumegin hafsins. Líf þeirra er lif af voru lífi. Og oss er það hið hjartfólgnasta mál, að þjóð- erni þeirra varðveitist þar. Og hins vegar er alt af að koma nýr og nýr vottur þess, hve rík þjóðernistilfinning- in er með löndum vorum vestra. En báðum hlutum þess- arar litlu þjóðar er það mikilsvert, að þessi samúð sé sem mest og að það sé mönnum ljóst báðumegin hafsins. Kii’kjumálin eru eigi lítill þáttur í lífi Vestur-íslendinga, og fyrir því hefir það vakið mikla athygli bæði vestra og hér á landi, hvernig kirkjuþingið síðasta fór með skóla- * málið svo nefnda. En nú er það berlegt, að andróðurinn og ímugusturinn, sem vakinn hefir verið gegn íslenzku- kennaranum við Wesley-skólann, síra Friðriki J. Berg- mann, á eina aðalrót sína að rekja til þess, að flokki manna þar vestra, eða leiðtogum þeirra, stendur stuggur af frjálslyndi hans í kristindómsmálum, og að likindum 14*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.