Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 20

Skírnir - 01.08.1908, Side 20
212 TrúarjátningarBar og kenningarfrelsi presta. sérstaklega af því, að haian virðist aðhyllast kenningar- frelsi presta. En kenningarfrelsinu hefir hinn mikilsvirti leiðtogi kirkjufélagsins vestra, síra Jón Bjarnason, alger- lega afneitað og gerir enn. Það sýnir ljóslega fyrirlestur sá, er hann hélt á kirkjuþinginu. En kenningarfrelsis-hugsunin hefir áður gert vart við sig í krístinni kirkju, og hún er engin séreign síra Frið- riks J. Bergmanns um þessar mundir. Það mál hefir verið og er enn mikið rætt með mörgum þeim kirkju- ílokkum, er framarlega standa nú á tímum. Og hér á landi hafa ýmsir prestar verið þeirrar skoðunar, að það væri eitt af velferðarmálum kirkjunnar, að kenningar- frelsið yrði lögleitt. í því efni nægir að minna á bréf- kaflana frá síra Zophoníasi heitnum Halldórssyni, er birt- ir voru í janúarblaði Nýs Kirkjublaðs. Þegar um kenningarfrelsi presta er að ræða, er við það átt, hvort þeir eigi í prédikunum sínum að vera bundnir við þann skilning á öllum atrið- um kristinnar trúar, sem haldið er fram í trú- arjátningum þeim, er kirkjan samkvæmt lög- um sínum viðurkennir. Þeir, sem kenningarfrelsinu eru andvígir, vilja rígbinda alla kennimenn kirkjunnar við trúarjátningarnar. Sé það ekki gert, halda þeir, að kirkjunni sé hætta búin. Kenningin fari þá öll á ringulreið; kenni- mennirnir villist frá sannleikanum og leiði síðan aðra í villu. Og þeir hljóta að vera þeirrar skoðunar, að skiln- ingur trúarjátninganna á kristindóminum sé svo fullkom- inn, að lengra verði ekki komist; hann geti aldrei orðið fullkomnari í þessum heimi; að minsta kosti geti enginn fullkomnari skilningur farið í bág við hann. En ef kveða á upp dóm í þessu máli, tjáir ekki að láta neina trúarskoðun á því vera dómarann. Vér verð- um fyrst að athuga, hvernig trúarjátningarnar eru til orðnar, og rannsaka það, hvort þeim beri um aldur og æfi að sitja í þeim tignar- og valdasessi, er þær stundum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.