Skírnir - 01.08.1908, Qupperneq 22
214
Trnarjátningarnar og kenningarfrelsi presta.
Ef sagt verður ura nokkurt tímabil kirkjunnar, að þá
haíi mest á því borið, að ríki Jesú Krists er ekki af þess-
um heimi, þá er það þetta fyrsta ofsóknartímabil í sögu
kirkjunnar, fyrstu 3 aldirnar. 0g einmitt þessar 3 fyrstu
aldir hefir engin trúarjátning hlotið almenna viðurkenning.
Eins og kunnugt er, urðu 3 trúarjátningar til í forn-
kirkjunni, er Páfakirkjan viðurkendi og lúterska kirkjan
síðar tók í arf frá henni. Ogerpostullega trúar-
j á t n i n g i n (apostolicum) talin elzt þeirra. Og hún er
sú eina þeirra, sem allir menn hér á landi þekkja, því
að hún er tekin upp i Fræði Lúters. En ekki mega menn
láta nafnið villa sig og halda, að hún sé samin af post-
ulum Krists. Það er ekkert annað en miðaldasögusögn,
að hún sé þann veg til orðin. Sannleikurinn er sá, að
hún er lengi að myndast í kristninni og menn vita ekk-
ert með vissu, hv^ nær hún er til orðin. í þeirri mynd,
sem vér höfum læi t liana, mun hún hafa verið til um
árið 500. En áður (líklega á 4. öld) var hún til í styttri
mynd (rómverska játningin gamla). Suinum liðum trú-
arjátningar þessarar vitum vér að ekki var bætt inn í
hana fyr en á 4. og 5. öld. Annað mál er það, að rekja
má ræturnar að henni lengra aftur í timann og að lík-
indum alt til seinni hluta annarrar aldar. Mjög sennilegt
er, að hún hafi í fyrstu verið sett saman i þeim tilgangi,
að hafa hana að skjólgarði eða varnarmúr gegn villu-
kenningum, og að hún sé því trúvarnarlegs eðlis1).
Næsta trúarjátningin, sem til varð í fornkirkjunni,
hefir lengst af verið nefnd nicenska trúarjátningin (Nicæn-
um). Var það ætlun manna, að hún hefði samþykt ver-
ið á kirkjuþinginu í Niceu 325, sem svo frægt er orðið í
sögunni. Nú eru fræðimennirnir farnir að kalla hana
n i c e n o-k onstantínopolitönsku trúarjátn-
inguna (Nicæno-constantinopolitanum), því að hún
muni ekki hafa hlotið samþykki fyr en á kirkjuþinginu í
') Sbr. ritgerö sira Björns B. Jónssouar í Áramútum 1907: Hin
postullega trúarjátning.