Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 26

Skírnir - 01.08.1908, Side 26
:218 Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. Á slíkum tíðum fæddust í fornöld þrjár almennu trúarjátningarnar kristnul)'óg læstu sig inn í sálir kirkjulýðsins víðsvegar um lönd«. (Áramót 1908, bls. 21). Eg fæ ekki betur séð en að sagansýni oss hið gagnstæða: að á þeim tímum, er mest bar á því, að ríki Jesú Krists er ekki -af þessum heimi, þegar postular og píslarvottar sýna hinn mikla mátt trúar sinnar með því að láta lífið fyrir hana og ganga fagnandi út í kvalafullan dauða, og þegar fögn- nður trúarinnar kemur fram í kærleiksriku lífi og óum- ræðilegri löngun til þess að veita þeim fögnuði og friði inn í sálir annarra, — þá voru engar trúarjátningar til. Þá nærðist og trúarlífiðið ekki við mannlega speki, held- ur við þær þekkingar og vizkulindir, er Kristur hafði sjálfur leitt lærisveina sina að. Þá voru náðargáfum- ■ar í blóma í kristnum söfnuðum. Þá jusu menn af andans lindurn. En þegar trúarjátningarnar urðu aðallega til og komust til viðurkenningar, þá var kirkjan farin að verða ríki af þessum heimi. Þá segir og kirkjusagan oss, að anda-gáfurnar (I. Kor. 12, 1 n.) hafi verið farnar að þverra og kærleikurinn tekinn að kólna. Um langan tíma voru þessar þrjár trúarjátningar tald- ar að hafa hlotið algilda viðurkenning allrar kristninnar (álitnar »ökúmenískar«). Nú vita menn að þetta verður hvorki með réttu sagt um Aþanasíusar-játninguna, né helduir um hina niceno-konstantínopolitönsku. Þær hafa aldrei hlotið slíka viðurkenningu. Hitt er álitamál, hvort postullega trúarjátningin á það nafn skilið. Sumir halda því fram, sumir neita því. En vegna þess að haldið var, að þær hefðu hlotið slíka allsherjarviðurkenníng i allri kristninni, eingöngu þess vegna voru þær síðar í svo miklum heiðri hafðar. Þegar siðbótin hófst, varð Lúter og samverkamenn hans að gera glögga grein fyrir skilningi sínum á kristin- dóminum í þeim miklu trúmáladeilum, sem þá voru háðar. Hann lýsti því yfir, að hann játaðist undir þessar 3 trú- *) Leturbreytingin gerð af mér. H. X.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.