Skírnir - 01.08.1908, Side 27
Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta.
219
arjátningar kaþólsku kirkjunnar. En auk þess samdi
hann og menn hans sérstök rit, er síðan urðu játningar-
rit lútersku kirkjudeildarinnar. Af þeim heíir danska
kirkjan, sem kunnugt er, játað sem sín játningarrit að
eins: Agsborgarjátninguna og Fræði Lút-
ers hin minn il). Ágsborgarjátninguna, sem jafnan
hefir talin verið merkasta trúarjátning kirkjudeildar vorr-
ar, samdi Melanchton með samþykki Lúters. Var hún lögð
fram á ríkisþinginu í Ágsborg 1530 ogafhent keisaranum á
latínu og þýzku. Hún kom fram sem sáttatilboð af
hendi Lúterstrúarmanna, og leggur því af ásettu ráði
áherzlu á hina sameiginlegu trú, þeirra og kaþólskra
manna. Siðbótarmenn hafa í riti þessu farið eins langt
og þeir þá frekast gátu, til samkomulags við Páfatrúar-
menn. Melanchton gaf játninguna út árið 1531 og síðar
oftar, og gerði á henni smávægilegar orðabreytingar, er
allar áttu að miða til þess, að gera hana sem skiljanleg-
asta og ijósasta. En efnisbrevting töluverð var gerð á
útgáfunni, er út kom 1540. Þá breytti Melanchthon eink-
um 10. greininni, sem er um kveldmáltíðarsakramentið.
Fór sú breyting í þá átt, að jafna að nokkuru leyti yfir
mismun þann, er var á skilningi Lúters og þeirra Zwinglí
og Calvíns eða endurbættu kirkjunnar. Melanchthon var
friðsemdarmaður meiri en Lúter og vildi gjarnan reyna
að koma sem mestu samlvndi á. En Lúter likaði breyt-
ingin illa og hún vaið síðar mikið deiluefni. En fyrst
framan af var enginn munur gerður á útgáfum játningar-
innar. En þegar ágreiningurinn síðar varð enn meiri
meðal lútersku kirkjudeildarinnar og hinnar endurbættu,
þá afneituðu Lúterstrúarmenn breyttu játningunni (Con-
‘) Almennast hafa þessi sömu rit lika verið talin játningarrit ís-
lenzku kirkjunnar. En nokkur efi leikur á um það, hver játningarrit
vor kirkja hafi viðurkent að lögum. En með því að hin envangelísk-
lúterska kirkja er þjóðkirkja á íslandi samkvæmt stjórnarskránni, rnun
sennilegt að líta svo á, að hún kannist við Agsborgarjátningu og Fræði
Lúters hin minni sem sin játningarrit.