Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 28

Skírnir - 01.08.1908, Side 28
220 Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. fessio variata). Það var og Ágsborgarjátningin óbreytt sem viðurkenningu hlaut í Danmörku með lögum Kristjáns V. Af þessu stutta yfirliti yfir sögu trúarjátninganna, geta allir séð, að þær eru til orðnar sem vitnis'ourður eða yfirlýsingar frá kirkjunni (eða einstökum kirkjudeildum) um það, hverju hún trúi og hvaðhún kenni. En mjöger það mis- munandi, hve hátt undir höfði kirkjudeildirnar gera þeim. Kaþólska kirkjan setur þær jafnhliða heilagri ritningu, og þó í raun og veru hærra ritningunni, því að ekkert það má fá út úr ritningunni, sem kemur í bág við trúarjátn- ingar þeirrar kirkjudeildar. Alt öðru máli er að gegna um lútersku kirkjuna, því að siðbótarmennirnir afsögðu gersamlega að gera nokkuð að dómara yfir trúarskoðun- um sínum nema heilaga ritningu eina. Þeir neituðu því fullgildi (autoritet) játningarritanna, nema að svo miklu leyti sem þau væru samkvæm ritningunni. Hve frjálslyndur Lúter sjálfur var í þessu efni, sést bezt á því, að hann hélt því fram, að sér væri heimilt, án þess að vera talinn villutrúarmaður, að hafna sjálfu aðalorði niceno-konstantinopolitönsku trúarjátningarinnar um Krist: homomios (þ. e. að Kristur sé »sömu veru« sem faðirinn), með því að það væri veraldlegt og óbiblíu- legt. Og um orðið þrenning, sem er aðalorð þriðju trúarjátningarinnar, kvað hann upp þann dóm, að það (o: Dreifaltigkeit) væri eigi að eins mjög vond þýzka, heldur og að bæði orðin (þýzka orðið og latneska orðið: trini- tas) væru óbiblíuleg, köld, stærðfræðisleg, æfintýraleg, og þótt vér neyddumst til að nota þau, væri þó orðið »guð« miklu betra.* Og jafnveJ þótt Lúter hefði hinar mestu mætur á hinni postullegu trúarjátningu, leyfði hann sér samt að gera at- hugasemdir um einn lið hennar: upprisu holdsins. *Tekið eftir bók prófessors V. Ammundsens: Den unge Luther. Köbenhavn 1907.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.