Skírnir - 01.08.1908, Page 32
■224
Trúarjátningamar og kenningarfrelsi presta.
manna á innblásturs-kenningunni. Áður héldu menn, að
"biblían sjálf væri guðinnblásin, svo að hvert rit hennar
væri óskeikult og hún öll í heild sinni. Á þeirri skoðun
rstóð Ágsborgarjátningin. Nú er sú skoðun gersamlega
fallin, og engum, sem af samvizkusemi hefir kynt sér
'biblíurannsóknir 19. aldarinnar, kemur til hugar að tala
>um innblástur í öðrum skilningi en þeim, að hinir helgu
rithöfundar sjálfir hafi verið innblásnir, — mennirnir,
.en ekki ritin. Og þá beri þess vel að gæta, að þeim
innblæstri þurfi alls ekki að fylgja fullkominn óskeik-
:ulleiki, eins og áður var haldið fram. Slík innblásturs-
kenning er líka sú eina, sem hugsandi menn nútímans
geta aðhylst. Nú heimta menn sálarfræðislega skýring
á fyrirbrigðum trúarlífsins.* 0g i því efni hafa vorir
tímar komist lengra en nokkur umliðin öld. Og sú fram-
för er ómetanlegur gróði trúarbrögðunum og trúarlífinu,
•og hlýtur líka að verða kirkjunni til mikillar blessunar.
Sálarrannsóknir síðari tíma varpa nýju ljósi yfir margt í
biblíunni, sem áður var mönnum lítt skiljanlegt og margir
áttu hvað erfiðast með að trúa.
En ef bæði biblíurannsóknirnar og þekkingin, sem nú
er fengin og sem óðast að fást á sálarlífi mannanna,
hjálpar oss tíl að skilja heilaga ritningu betur en kyn-
slóðirnar hafa haft tæki á, þær er voru á undan oss, er
þá nokkurt vít í því, að láta játningarrit fyrri alda binda
skilning vorn á ritningunni? Slíkt væri að afneita megin-
reglu siðbótarinnar og leggja fjötur á hugsunarfrelsið og
sannleikann. En hið ógleymanlega æfistarf Lúters var
* Þessu til sönnunar skal eg leyfa mér að benda á ritgerð um sýn
ÍPáls postula á leiðinni til Damaskus í sænska tímaritinu Kristendomen
och vkr tid. Tímaritið er gefið út og stutt af mörgum helztu guð-
fræðingum Svía. Þar er meðal annars komist svo að orði:
»Það er eitt af einkennum andlegs lífs nú á tímum, að vilja skilja
það, sem kemur trúarbrögðunum við, í samræmi við eðli sálarlifsins.
Aður létu menn sér nægja úrskurð trúfræðinnar, en nú sætta menn sig
■ ekki lengur við hann einan. Menn vilja fá verulegt ljós, það ljós, sem
jaínframt varpar birtu yfir sálarlifið sjálft*. (Aarg. III 1908, háft. 5,
bls. 148).