Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 32

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 32
■224 Trúarjátningamar og kenningarfrelsi presta. manna á innblásturs-kenningunni. Áður héldu menn, að "biblían sjálf væri guðinnblásin, svo að hvert rit hennar væri óskeikult og hún öll í heild sinni. Á þeirri skoðun rstóð Ágsborgarjátningin. Nú er sú skoðun gersamlega fallin, og engum, sem af samvizkusemi hefir kynt sér 'biblíurannsóknir 19. aldarinnar, kemur til hugar að tala >um innblástur í öðrum skilningi en þeim, að hinir helgu rithöfundar sjálfir hafi verið innblásnir, — mennirnir, .en ekki ritin. Og þá beri þess vel að gæta, að þeim innblæstri þurfi alls ekki að fylgja fullkominn óskeik- :ulleiki, eins og áður var haldið fram. Slík innblásturs- kenning er líka sú eina, sem hugsandi menn nútímans geta aðhylst. Nú heimta menn sálarfræðislega skýring á fyrirbrigðum trúarlífsins.* 0g i því efni hafa vorir tímar komist lengra en nokkur umliðin öld. Og sú fram- för er ómetanlegur gróði trúarbrögðunum og trúarlífinu, •og hlýtur líka að verða kirkjunni til mikillar blessunar. Sálarrannsóknir síðari tíma varpa nýju ljósi yfir margt í biblíunni, sem áður var mönnum lítt skiljanlegt og margir áttu hvað erfiðast með að trúa. En ef bæði biblíurannsóknirnar og þekkingin, sem nú er fengin og sem óðast að fást á sálarlífi mannanna, hjálpar oss tíl að skilja heilaga ritningu betur en kyn- slóðirnar hafa haft tæki á, þær er voru á undan oss, er þá nokkurt vít í því, að láta játningarrit fyrri alda binda skilning vorn á ritningunni? Slíkt væri að afneita megin- reglu siðbótarinnar og leggja fjötur á hugsunarfrelsið og sannleikann. En hið ógleymanlega æfistarf Lúters var * Þessu til sönnunar skal eg leyfa mér að benda á ritgerð um sýn ÍPáls postula á leiðinni til Damaskus í sænska tímaritinu Kristendomen och vkr tid. Tímaritið er gefið út og stutt af mörgum helztu guð- fræðingum Svía. Þar er meðal annars komist svo að orði: »Það er eitt af einkennum andlegs lífs nú á tímum, að vilja skilja það, sem kemur trúarbrögðunum við, í samræmi við eðli sálarlifsins. Aður létu menn sér nægja úrskurð trúfræðinnar, en nú sætta menn sig ■ ekki lengur við hann einan. Menn vilja fá verulegt ljós, það ljós, sem jaínframt varpar birtu yfir sálarlifið sjálft*. (Aarg. III 1908, háft. 5, bls. 148).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.