Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 33

Skírnir - 01.08.1908, Side 33
Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. 225 ekki hvað minst í því fólgið að ryðja braut algerðu hugs- unarfrelsi. Hann hélt því fram, að hver einstaklingur yrði að sannfærast um sannleikann fyrir sannleikans eig- in mátt. Sannleikurinn yrði aldrei fyrirfram ákveðinn af neinu fullveldi. Hvorki páíi, né biskup, né nokkur mað- ur ætti með að leggja á kristinn mann svo mikið sem eina samstöfu án hans samþykkis. Lúter var berorður, eins og kunnugt er, og hann skóf ekki utan af því, karlinn. Einu sinni komst hann svona að orði: »Sérhver kristinn maður á rétt á að afla sér skilnings á sannleikanum og dæma um hann, já, á svo mikinn rétt á því, að hver sá, er skerðir þann rétt agn- arögn, hann veri bölvaður«.* Hann skildi fullkomlega orð Páls postula: Reynið alt og haldið því sem gott er. Þegar eg var við háskólann í Kaupmannahöfn, var þvi haldið að oss lærisveinunum af hinum gætna trú- fræðiskennara, er eg að framan nefndi, að jafnvel sumar kenningarnar i Agsborgarjátning sjálfri væru athugaverð- ar. Nefndi hann þar til 17. og 9. gr. hennar. En 17. greinin er um endurkomu Krists til dómsins. Þar ereigi að eins hinni hörðustu útskúfunarkenningu haldið fram (að hinir fyrirdæmdu eigi að þola endalausar kvalir), heldur er og þúsundáraríkis-kenningunni algerlega afneit- að. Hin greinin, sem prófessor Madsen áleit athugaverða, 9. greinin, er um skírnina. Niðurlagsorð hennar eru þessi: »Þeir (þ. e. lútersku söfnuðirnir) áfellast Endurskírendur, sem neita barnaskírninni og fullyrða að börn geti orðið sdluhólpin dn sTcírnar*. Þessi orð hafa verið svo skilin af sumum, að það sé kenning Agsborgar- játningarinnar, að öll þau börn glatist, er deyja óskírð. Þeir, sem þann skilning aðhyllast, styðja mál sitt með því að vitna í 2. grein sömu játningar. Þar er því hald- ig fram, að erfðasyndin leiði eilífan dauða yfir þá, er eigi endurfœðist fyrir skimina og náðarverkanir heilags anda. Og nú virðast óskírðu börnin hljóta * Slir. y. A.: Den nnge Luther, bls. 77—78. 15

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.