Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 36

Skírnir - 01.08.1908, Page 36
228 Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. hefir ritað bók um endurlausnarlærdóminn og neitar þar friðþægingarkenning þeirri, sem hann segir að liggi að baki 3. og 4. grein Ágsborgarjátningarinnar. Einn af prestum þeim, er skipaður var í kirkjumála- nefndina dönsku fyrir nokkurum árum, Morten Larse.n, lýsti yfir því í nefndarálitinu, að ýmislegt sé það í Fræð- unum, sem hann geti ekki fallist á, og það »er ekki í aukaatriðunum einum, það er líka í sumu, er snertir að- almálið, t. d. sakramentin«*). Eg nefni þessa menn sem dæmi. Ekki hefir nokkur- um manni dottið í hug að finna þeim það til sakar, að þeir hafa skoðanir frábrugðnar trúarjátningunum, hvað þá heldur að reynt hafi verið til að koma þeim frá embætti. Virðing þeirra hefir að engu leyti minkað við þetta. Samvizkusamir menn og hugsandi vita, að ekkert er eðli- legra en að skiftar skoðanir séu um ýmsar kenningar kirkjunnar, og að enginn sá dómstóll er til hér í heimi, er þeim ágreiningi verði skotið undir og fær sé um að fella fullnaðardóm í málinu. Þekking vor er í molum. Og það minnir oss á að vera hógværa og umburðarlynda. En af þessu verður oss það líka ljóst, hve fáránlegt það er, að ætla að víkja presti úr embætti fyrir þá sök eina, að hann aðhyllist frjálsa trúarhugsun og kenningar- frelsi, þótt hann hafi ekki afneitað neinu atriði trúarjátn- inganna, eins og reynt mun hafa verið á síðasta kirkju- þingi Vestur-Islendinga. I fyrirlestri sínum um gildi trúarjátninganna virðist sira Jón Bjarnason leggja annan og miklu víðtækari skiln- ing í hugtakið kenningarfrelsi presta en hingað til hefir tíðkast. I trúfræði sinni útskýrði prófessor P. Madsen í Kaupmannahöfn það hugtak svo: með kenningarfrelsi presta er átt við, að söfnuðirnir eða þjóðfélagið heimti þaö eitt af prestunum, að þeir kenni samkvæmt heil- agri ritningu eftir beztu sannfæringu. — í þessum skiln- ingi einum hefir kenningarfrelsinu verið haldið fram á ís- ') Sbr. J. Jakobsen: Om Smyboler og Symbolforpligtelse, bls. 30—31.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.