Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 37

Skírnir - 01.08.1908, Page 37
Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta. 229 andi, mér vitanlega. Eg þekti ekki annan skilning á því hugtaki. Og svo hygg eg muni verið hafa um alla þá presta og guðfræðinga hér heima, er- þeirri kröfu hafa haldið fram. Vér lærisveinar P. Madsens höfum eðlilega haldið skilning hans á þeirri hugmynd og ætlum honum að hafa vitað, hvað hann fór með. Nú skilst mér það af fyrirlestri síra J. B., að einmitt þetta kenningarfrelsi, sem vér hér heima höfum æskt eft- ir, sé lögleitt í söfnuðum hins íslenzka lúterska kirkjufé- lags þeirra Vestur-íslendinga. Samkvæmt safnaðarlaga- frumvarpi kirkjufélagsins binda þeir kenninguna við ritn- inguna eina, og eru í því tilliti sannir lærisveinar Lúters. Segi eg það síra J. B. til maklegs lofs. En nú í fyrir- lestri sínum tekur hann að kvarta yfir því, að ákvæði um trúarjátningarnar vanti »Svipað ákvæði (o: eins og urn ritninguna) ætti einnig að vera. í lögum vorurn að þvi er snertir trúarjátninguna eða trúarjátningarritin, sem söfnuðirnir binda sig við. Og svo mun það vera víðs- vegar innan lútersku kirkjunnar« o. s. frv. — segir hann. Þannig verður þá ljóst: að það kenningarfrelsi, sem vér sumir hér heima erum að æskja eftir og síra J. B. nefnir nú óvit og öðrum ljótari nöfnum, er lögleitt og hefir lengi verið í kirkjufélaginu íslenzka vestan hafs. En hið minna frelsið, sem vér höfum búið við hér heima og búum enn við, það æskir síra J. B. nú að lögleiða þar vestra. Ætla eg nú vandalítið hverjum greindum manni um það að dæma, hverir eru á afturleið og hverir á fram- sóknarleið — þeir þar vestra, eða vér hér heima, síra J. B. afneitandi hinu fyrra frelsi sínu, eða vér hér heima biðjandi um það frelsi. Hinu hefir oss aldrei komið til hugar að halda fram, að prestar ættu ekkert tiliit að taka til þess, hvað stend- ur í heilagri ritningu. Að saka oss um það er jafn-stað- laust og óviturlegt og hitt: að vér ætlumst til að kirkjan eða kirkjufélagið »sé með öllu stefnulaust, hafi í andlegum efnum alls ekkert markmið, og að því tilliti standi því á sama um alt«. Vér könnumst ekki við þetta sem rétta

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.