Skírnir - 01.08.1908, Side 40
232 Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta.
Sjálfsagt er réttast að inuna eftir því, að þessi ógæti-
legu orð eru 8 ára gömul. Höf. var þá ungur prestur, og
orðin munu sprottin af rétttrúnaðar-ákafa og þeirri full-
yrðingarlöngun, sem oft kemur fram hjá ungum fjörmönn-
um, sem mikið vilja láta til sín taka og finna þrótt í
sjálfum sér. Það afsakar ógætnina. Því að framúrskar-
andi ógætni og frámunalegt óvit er það, að ætla að koma
ábyrgðinni fyrir mannlega ófullkomleika ritningarinnar á
guð sjálfan. Eða hvar hefir síra Björn B. Jónsson fengið
heimild til slíks? Hver hefir gefið honum slíkt vald?
Og ekki skyldi mig furða neitt á því, þó að hann fyndi
nú til þess, er aldur og þroski hefir færst yfir hann og
hann hefir tekið við hinu vegléga starfi, að vera forseti
kirkjufélagsins, að þetta var ógætilega talað. Hver sá
maður, er kynt hefir sér alt gamla testamentið rækilega,
veit, að í því stendur margt það, sem ekki getur verið
frá guði og hann blygðast sín fyrir að eigna guði, hinum
algóða föður drottins vors Jesú Krists og föður vorum.
Hafi síra Björn enn ekki komið auga á ýmsa slíka staði
í gamla testamentinu, getur hann fengið bróðurlega til-
sögn hjá mér í því máli. Og eg er sannfærður um, að
hann er svo góður drengur og elskur að sannleikanum,
að hann lætur aldrei oftar út úr sér önnur eins ógætnis-
orð um guð né heilaga ritningu eftir þá fræðslu.
Slík innblásturskenning er hinn versti páfadómur.
Með því er ritningin gerð að pappírspáfa, og sá páfi er
verri en páfinn í Róm. En í þessu atriði sýna þeir síra
J. B. og síra Björn að þeir eiga heima meðal réittrúnaðar-
guðfræðinga 17. aldarinnar. Þeir gerðu einmitt ritning-
una að slíkum pappírspáfa.
A þessari innblásturskenningu reisir síra J. B. síðan
gildi trúarjátninganna. I fyrirlestri sínum segir hann:
»Við enga aðra en þá, sem við þann trúarsannleik kann-
ast (o: að biblían í heild sinni sé guðinnblásin bók), er til
neins að miða gildi trúarjátninganna við heilaga ritningu,
enda leika trúai játningainar þá algerlega í lausu lofti og
verða i reyndinni sama sem ekki neitt, þótt ekki sé