Skírnir - 01.08.1908, Side 46
238
Taugaveiki.
ar og útbreiðsluhætti og varnir gegn henni, og hefir ein-
lægan vilja á því að stöðva hana.
Orsök veikinnar. Meginorsök taugaveikinnar er sótt-
kveikja, sem kend er við lækni þann
er fyrstur fann hana (1880—82) og kölluð Eberth’s-
gerill. Þessi lífsvera er jurtakyns og svo smávaxin, að
hún er með öllu ósýnileg berum augum. Hún er sívöl í
vexti, en ávöl til endanna, og ekki nema 2/1000—4/1000 úr
1 millimeter á lengd.
Allir, sem fá taugaveiki, þeir fá hana af því, að þess-
ir Eberth’s gerlar hafa komist inn í líkama þeirra. Gerl-
arnir aukast nú og margfaldast í Iíkama hvers sjúklings,
Og svo koma þeir út úr líkama sjúklingsins, miljónum
saman, í hægðum hans, þvagi og hrákum.
Eberth’s gerlar eru mjög lífseigir. Þeir geta lifað mán-
uðum saman á heimili, þar sem einhver hefir legið í tauga-
veiki; þeir geta lifað í óhreinindum á gólfi og veggjum,
í óhreinum fötum, í salerninu, hlandforinni, öskuhaugnum,
brunninum; í alla þessa staði getur sóttkveikjan komist
úr sjúklingnum, ef engrar varúðar er gætt. Hvað marga
mánuði getur sóttkveikjan lifað í húsum, fötum o. s. frv.?
Því verður ekki svarað með fullri vissu. Það er víst, að
hún getur lifað á annað misseri, og það er hugsanlegt, að
hún lifi stundum mörg misseri.
Eberth’s-gerillinn þolir vel kulda. Hann deyr ekki í
vatni, þó að það frjósi. Hann getur lifað af öll vetrar-
frostin bæði í haug og for. Lengst lifir hann í myrkri og
raka og hlýindum. Hann þolir ekki suðuhita; hann drepst
ef hann er soðinn, þó ekki sé nema hálfa stund. Þá er
einnig ofur-auðvelt að drepa hann á eitri, t. d. karbólvatni,
kresólsápuvatni eða súblimatvatni. Sólarljós þolir hann
illa; hann örmagnast eða drepst, ef sól skín á hann marg-
ar klukkustundir.
Vegir veikinnar Sóttkveikjan (Elberth’s-gerillinn) getur
mann frá manni. borist úr líkama manns, er liggur í