Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 47

Skírnir - 01.08.1908, Page 47
Taugaveiki. 239> taugaveiki, í likama heilbrigðs manns og liann þannig tekið veikina; það köllum við, að veikin berist mann frá manni og segjum að hún sé næm. Það ber oft við, að heilbrigðui maður kemur á heim- ili þar sem fólk liggur í taugaveiki; hann þiggur góðgerð- ir og fær í þeim ofan í sig taugaveikisgerla úr einhver- jum sjúklingnum. Heldur svo heimleiðis. Legst að hálf- um mánuði liðnum í taugaveiki. Og nú fara sóttkveik- jurnar innan skamms að ganga út úr líkama hans og heim- sækja hitt fólkið og áður langt líður legst það líka í tauga- veiki, sumt eða alt. Þegar fyrsti sjúklingurinn er kominn. á ról, bregður hann sér til næsta bæjar til að hitta kunn- ingjana — og færir þeim sóttkveikjuna. Og þannig geng- ur það koll af kolli; sóttin berst mann frá manni, bæ af bæ. Þetta er gömul saga hér á landi. »Það skeði í fyrra,. það skeði í ár og það skeður vist líka að ári« — vafa- laust að ári, og í mörg ár enn, því að sóttvarnir eiga jafnan örðugt uppdráttar. En þetta skulum við muna: Ef einhver legst í taugaveiki, þá er sóttkveikjan jafn- an ættuð úr öðrum manni, sem liggur eða hefir legið í veikinni. Og svo skulum við íhuga nánar, hvaða leiðir sótt- kveikjan fer mann frá manni. Sóttkveikjan kemur ávalt út úr líkama sjúklingsins í hægðum hans. mjög oft líka í þvaginu og hrákum, stöku sinnum í grefti úr ígerðum, sem hann fær; í lítilli ögn af saurnum, í einum dropa af þvaginu geta verið þúsund- ir enda miljónir af sóttargerlunum. Því er það skiljan- legt, að þeir hljóti að safnast fyrir utan á hörundi sjúk- lingsins, í nærföt hans, í rúmföt hans, og á rúmstæðið og vegginn og gólfið kring um rúmið. Sá sem hirðir sjúklinginn hlýtur því að fá sóttargerlana á hendur sínar,. oft líka í föt sín. Ef hann svo matast, án þess að sótt- hreinsa hendurnar (drepa sóttkveikjurnar sem á þeim eru)r þá er við búið, að sóttargerlarnir fari af höndum hans á matinn og með matnum ofan í hann. Og svo fær hann

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.