Skírnir - 01.08.1908, Page 48
240
Taugaveiki.
-veikina. Nú eru tekin nærföt sjúklingsins og rekkjuvoð-
ir til þvotta; þvottakonan handleikur þennan fatnað sjúk-
lingsins, fær sóttkveikjur á hendurnar, og fer á sömu leið.
.Sjúklingurinn kemst á fætur, en rúmið hans er ekki sótt-
hreinsað; gestur er látinn sofa í því; hann fær sóttkveik-
jur á sig, og i sig; fer á sömu leið. Þannig getur sótt-
kveikjan borist beina leið úr sjúklingnum í
heilbrigða menn, ef þeir snerta á sjúk-
lingnum eða saurindumhanseðafatnaði.
Hún getur borist bæði í sambýlismenn sjúklingsins, í gesti
:sem að garði koma, eða fólk á öðrum bæjum, ef sóttmeng-
aðir hlutir eru sendir þangað, eða einhver kemur þangað
af sóttarlieimilinu og er með sóttkveikjuna í fötum sínum,
eða nýstaðinn upp úr veikinni, svo að sóttkveikjur eru
enn í hægðum hans og fötin þá iíka sóttmenguð.
Þetta er afaralgengt og á þennan hátt læðist veikin
venjulega bæ frá bæ í sveitunum.
En nú munu allir athugulir menn hafa tekið eftir
því, að veikin hagar sér ekki eins á öllum bæjum. Sum-
staðar veikist ein manneskja, sumstaðar tvær eða fleiri,
og sumstaðar allir heimamenn. Stundum er veikin þá
lengi að tína upp fólkið, það er að smáleggjast með viku
eða hálfsmánaðar millibili; en stundum ber það líka við,
að fyrst legst einn og svo nokkru seinna hrúgast hinir
allir niður í einni svipan. Loks er það alkunnugt, að
taugaveikin getur tekið sér fasta bólfestu; hún getur kom-
ið upp tvisvar á ári á sama heimili, eða enda mörg ár í
röð. En einkum er það algengt að veikin verður land-
læg í þorpum og kaupstöðum og gerir þar vart við sig
á hverju ári.
Hvernig víkur því við?
Þeirri spurningu verður ekki svarað i fljótu bragði.
'Vegir sóttkveikjanna eru jafnan erfiðir rannsóknar, af því
að þær eru ósýnilegar berum augum og oft afarerfitt að
;finna þær með þeim tækjum, sem til eru.
Fyrst og fremst verður jafnan að hafa í huga, að