Skírnir - 01.08.1908, Qupperneq 50
242
Taujaveikin.
hana. Henni batnar. Eldra barnið er lasið vikutíraa síð-
ast í janúar. Annars allir frískir. Um vorið er borið úr
forinni á túnið einn góðan veðurdag. Hálfum mánuði síð-
ar verður vinnumaðurinn lasinn — legst — í taugaveiki.
Saurindum hins fyrra sjúklings hafði verið kastað í forinar
sóttkveikjan lifað þar, vinnumaður fengið hana þaðan.
Lasleiki barnsins var taugaveiki, en það grunaði enganr
af því að veikin var svo væg.
2. heimili: Miðaldra hjón. 4 3tálpuð börn. 2 vinnu-
konur. 1 vinnumaður. Sóðaheimili. Um
krossmessuleyti kom þar stúlka. Hún var föl og lotlegr
sagðist hafa legið vikutima, en verið lasin miklu lengurr
en þóttist ekki vita, hvað að sér hefði gengið — baðst
gistingar, svaf hjá annari vinnukonunni.
3 vikum síðar lagðist þessi vinnukona.
Þegar hún hafði legið 3 vikur, iagðist hin vinnukonan
Nú var læknir sóttur. Hann kvað þetta taugaveikir
skipaði sóttvörn; en eftir hálfan mánuð lagðist alt liitt
fólkið á fám dögum.
Tvent dó, húsmóðirin og vinnumaðurinn.
Svo var heimilið sótthreinsað.
En eftir þetta fór veikin að stinga sér niður hingað'
og þangað í sveitinni og rnenn gátu rakið, að þeir sem
veiktust höfðu flestir komið þarna á heimilið, eftir að veik-
in var afstaðin, og kendu því um, að ekki hefði verið
sótthreinsað þar nógu vel.
En í þessu lá þannig:
Lotlega stúlkan vissi, að hún hafði legið í taugaveikí
og ekki verið sótthreinsuð, vissi að hún gat borið veikina.
Hún sýkti alt heimilið og varð tveimur manneskjum
að bana.
Þetta komst upp, en henni var ekkert gert.
Ef hún hefði kveikt í bænum á næturþeli, þá hefði
almenningsálitið grýtt hana og dómarinn sett hana í svart-
holið, þó að allir hefðu komist óskaddir út úr eldinum.