Skírnir - 01.08.1908, Qupperneq 53
Taugaveiki.
246
Sama er að segja um kaupstaði, er hafa grunna og
slæma brunna að vatnsbólum og enga eða illa fráræslu.
Þar fyllist jarðvegurinn smátt og smátt af taugaveikis-
gerlum og þaðan skolast þeir við og við inn í brunnana
t. d. í haustrigningunum. Veikin verður landlæg. Þetta
á við Reykjavík. Þetta átti við um ísafjörð. Þar hætti
taugaveikin, þegar hrunnarnir voru byrgðir og vatni veitt
inn i bæinn úr lindum uppi í fjallinu. Hér mun hún
hverfa að mestu þegar vatnið kemur ofan úr Gvendar-
brunnum. Og það ætti að vera ofurauðvelt að tryggja
sér þaö, að sóttkveikjur komist aldrei í þær uppsprettur
— fjarri allri mannabygð.
Loks má geta þess, að sóttkveikjan getur borist í
m j ó 1 k. Ef mjólk er seld af heimili, þar sem taugaveikí
gengur, þá er auðskilið að sóttkveikjan getur á ýmsan hátt
borist í mjólkina, ef sóðalega er farið með hana. Mest
er hættan, ef sóttkveikjan er í neyzluvatni heimilisins og
mjólkin vatnsblönduð (svikin) eða ílátin þvegin úr ósoðnu
vatninu. Þetta getur átt sér stað. Það kom fyrir í kaup-
túni hér á landi eigi alls fyrir löngu. Algengt er það
ekki.
Fyrrum var það hald manna, að sóttkveikjan bærist
oft i loftinu, t. d. sveimaði í andrúmsloftinu inni í
sóttarherbergjum og bærist þannig niður í lungu manna
eða með munnvatninu niður í magann. Það má vera að
þetta geti átt sér stað. En það hlýtur að vera sjaldgæft.
Annars mundu læknar og hjúkrunarkonur sýkjast miklu
oftar en raun er á.
Hvernig veíkin Taugaveikin er hamhleypa. Hún á mörg
lýsir sér. gervi og þau mjög ólík hvert öðru. Og
hún getur brugðið sér í líki ýmsra ann-
ara sjúkdóma. Þess vegna er oft mjög örðugt að þekkja
hana og greina hana frá öðrum sóttum. Margir alþýðu-
menn halda, að hver sótt hljóti jafnan að vera sjálfri sér
lík, einkennin ávalt söm. Ef þeir hafa séð taugaveiki
einu sinni, þá halda þeir, að öll taugaveiki hljóti að vera