Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 54

Skírnir - 01.08.1908, Side 54
246 Taugaveiki. eins og sú, sem þeir sáu, og vilja ekki kannast við veik- ina, ef hún birtíst þeim síðar i öðrum ham, þræta þá við lækninn, þykjast vita betur: »það þurfi enginn að segja þeim að þetta sé taugaveiki, þeir hafi séð hana svo oft.« Það er því miður óvinnandi verk að lýsa öllum gerv- um taugaveikinnar, svo að alþýða manna geti jafnan bor- ið kensl á hana. Læknum veitir það oft fullerfitt að þekkja veikina; og þó kunna þeir margar rannsóknarað- ferðir, sem alþýða manna getur ekki haft um hönd. Þegar veikin er mjög svæsin, liggja sjúklingarnir oft vikum saman örmagna og rænulausir með svarta skóf á vörum og tungu, litla eða enga matarlyst, en sífeldan nið- urgang og fer oft alt í rúmið; þeir fá legusár. Þeir verða skinhoraðir. Deyja stundum óðara en varir. Ef þeir komast til heilsu, eru þeir afarlengi að ná sér og margur nær sér alorei til fulls. Þegar veikin er vægust, kennir sjúklingurinn lítils- háttar magnleysis eina viku, eða tvær, eða þrjár; hefir minni matarlyst en vant er og tregari meltingu; oft er þá lasleikinn svo lítill, að sjúklingurinn fer aldrei í rúmið, er einlægt á fótum, og leitar ekki læknis. Eberth’s-gerlarnir komast jafnan inn í blóð sjúklings- ins og í því um allan líkamann. Þeir setja úr sér eitur og þetta eitur veldur sótthita sjúklingsins og magnleys- inu og skemdum á ýmsum líffærum. En þó að gerlarnir sveimi í blóðinu um allan líkamann, þá hafa þeir oftast höfuðaðsetur í einhverju einu líffæri, langoftast í þörm- unum. Þess vegna fá flestir sjúklingarnir sár í þarmana, þess vegna eru Eberth’s-gerlar í hægðunum. En það ber við, að sóttkveikjan hefir aðalaðsetur í nýrunum og veikin líkist nýrnabólgu, eða í lungunum og veikin hagar sér sem lungnabólga, eða í heilanum og veik- in er sem heilabólga (helzt í börnum). Hvernig sem veikin lýsir sér, þá er orsökin ávalt hin sama — Eberth’s-gerlar. Og þó að einn sleppi vel, verði lítið veikur, þá geta

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.