Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 55

Skírnir - 01.08.1908, Side 55
Taugaveiki. 247 gerlarnir borist úr honum í aðra og þeir sumir orðið fár- veikir, sumir dáið. Það eru annars áraskifti að því, hversu þung veikin •er. í sumum árum er hún yfirleitt væg; þá má vera að ekki deyi fleiri en 4 eða 5 af hverjum 100 sjúklingum. En þegar veikin er í versta ham, má búast við að fimti hver sjúklingur bíði bana. Það er, með öðrum orðum, mis- jafnt hvað sóttkveikjan er mögnuð. Hvernig þekkja Það er því miður afarerfitt fyrir alþýðu má veikina. manna að glöggva sig á þessari fjöl- breyttu veiki. Ef sjúklingurinn verður mjög þungt haldinn, bera alþýðumenn oft kensl á veikina, enda er þá oftast læknis vitjað. Því miður vaknar grun- urinn oft ekki fyr en um seinan, ekki fyr en sjúklingnum fer að þyngja — og sóttkveikjan er komin úr honum í aðrar manneskjur. Ef veikin er mjög væg, fer oft svo, að læknis er aldrei vitjað; sjúklingnum batnar og engan grunar, að hann hafi haft taugaveiki, fyr en þá síðar, ef fleiri veikjast á sama heimilinu og verða ver úti. Nú varðar það afai’miklu, að veikin þekkist í tíma, bæði sjúklingsins vegna, til þess að rétt meðferð verði höfð á honum, og ekki síður annara vegna, til þess að komið verði í veg fyrir, að sóttkveikjurnar berist í þá úr sjúklingnum. Því er það rétt, ef einhver tekur sótt og er óljóst hvað að honum gengur, að láta sér þá jafnan koma til hugar að það g e t i verið taugaveiki. Taugaveikin fer nær því ávalt mjög hægt að í fyrstu. Þegar manneskjan hefir gengið með sóttkveikjuna í sér um hálfan mánuð, þá fer hún að kenna magnleysis. Þetta magnleysi ágerist smám saman, dag frá degi. Ef líkams- hitinn er mældur, kemur í ljós að hann er of hár og hækkar dag frá degi. Þessu fylgir oft höfuðverkur og beinverkir. Matarlystin þver; hægðir eru tregar; þvagið er rautt (sótthitamerki). Oft dreyrir blóð úr nefinu og stundum kemur hljómur fyrir eyrun eða deyfist heyrnin.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.