Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 56

Skírnir - 01.08.1908, Page 56
248 Taugaveiki. En þó að læknir rannsaki sjúklinginn, þá finnur liann ekkert, ekkert annað en sótthitann, ef hann sér sjúkling- inn fyrstu dagana. En þegar vikutími er liðinn frá því er sjúklingurinn veiktist, þá fara oft að koma út á kviðn- um ljósrauðir smádílar, sem hverfa í svip ef fingri er stutt á þá, en koma óðara aftur. Og komi nú læknir til, þá getur hann líka oftast orðið þess áskynja, að miltið er farið að tútna. Ef veiki hefir byrjað þannig eða þessu líkt og þessi tvö siðastnefndu einkenni koma í ljós, þá er talið víst að veikin sé taugaveiki. Ef einhver sýkist og lýsi lasleikinn sér í magnleysi samfara sótthita, sem ágerist dag frá degi, þá er rétt að hugsa jafnan fyrst og fremst til taugaveikinnar, beita allri varúð og vitja læknis ef vika líður og sjúklingurinn er enn lasinn — auðvitað fyr, ef hægt er að ná til læknisins. Fyrstu dagana getur enginn læknir sagt með vissur hvort sjúklingurinn er með taugaveiki. En þegar veikin hefir staðið vikutíma, þá geta vel mentaðir og vel æfðir læknar o f t a s t tekið af allan vafa, ef þeir fá að skoða sjúklinginn. Eg sagði oftast, en ekki alt af. Svo margbreytileg er þessi veiki, að vanir læknar standa stundum í efa við sóttarsængina, geta ekki glöggvað sig á því, hvað að sjúk- lingnum gengur, livort það er taugaveiki eða annar sjúk- dómur, einhver þeirra sem hún getur líkst. En því þá ekki að leita að sóttkveikjunni? Ef sjúk- lingurinn hefir taugaveiki, þá hljóta Eberth’s-gerlar að vera í líkama hans ; það er víst og satt. Ef engir Eberth’s- gerlar eru í sjúklingnum, þá hefir hann ekki taugaveiki, heldur einhvern annan sjúkdóm. Því getur þá ekki læknirinn gætt að því, hvort Ebertli’s- gerlar eru í saur sjúklingsins, eða i blóði hans ? Það er satt. Ef allir læknar gætu þetta, hetðu tæki. til að finna Eberth’s-gerlana, þá væri vandinn leystur. Þetta e r hægt. Það eru til áhöld og aðferðir til að finna Eberth’s-gerla í saur, þvagi, blóði eða hrákum og greina þá frá öðrum gerlum. En þessi áhöld eru svo dýr

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.