Skírnir - 01.08.1908, Qupperneq 57
Taugaveiki.
24Ú
og aðferðirnar eru svo vandasamar og seinlegar, að slíkri
leit verður ekki komið við annarstaðar en í gerlarannsókn-
arstofum. Þó hefir þessum rannsóknum fleygt áfram á síð-
asta áratug, aðferðirnar verið bættar svo mjög, að nú geta
læknar lært þær, þó að þeir séu lítt vanir gerlarannsókn-
um. Hvergi hafa þó læknar alment þessar rannsóknir
um hönd. Þær eru enn erfiðari en svo.
Það er því mikil bót í máli, að þó læknar geti ekki
enn leitað uppi sjálfa Eberth's-gerlana, þá er nýfundin
fremur auðveld aðferð til að komast að því, hvort þessir
gerlar eru i líkama sóttveiks manns.
Það eru rúm 10 ár síðan (1896) að franskur læknirr
W i d a 1, tók eftir því, að ef hann lét ögn af blóðvatni
úr taugaveikisjúkling saman við kjötseyði, sem var grugg-
að af lifandi, iðandi Eberth’s gerlum, þá hlupu gerlarnir
saman í smákekki og hættu að hreyfast. Svo reyndi hann
blóðvatn úr ýmsum öðrum sjúklingum, en það fór ekki
svona með gerlana. Með þessari aðferð er hægt að finna,
hvort Eberth’s-gerlar eru í sjúklingi; þö sjaldan fyrstu
vikuna, en nær þvi ávalt í 2. eða 3. viku sjúkdómsins.
Og síðan hafa menn fundið, að Eberth’s-gerlarnir þurfa
ekki að vera lifandi. Það má drepa þá, geyma líkin í
vökva, unnvörpum, svo að vökvinn sé gruggugur. Gerla-
líkin (gruggið) hlaupa saman í kekki, ef blóðvatn úr tauga-
veikum manni kemur til. Þessi aðferð er auðveld. Ahöldin
eru ódýr. Allir læknar geta hagnýtt sér þessa aðferð. Og
hún getur afaroft tekið af allan efa um það, hvort tauga-
veiki gangi að sjúklingi, eða eitthvað annað. Læknar
hér á landi eru nú hver af öðrum að fá sér þessi áhöld
og iðka þessa aðferð. Blóðmissi þarf enginn að óttast.
Til þessarar rannsóknar þarf ekki meira en hálfa litla te-
skeið af blóði úr sjúklingnum; er stungið í fingur eða eyrna-
snepil og látið blæða úr stungunni.
Læknir getur svo haft blóðið heim með sér, þó langt
sé farið, og gert rannsóknina heima.
Þá er enn í aðsigi ný aðferð til að finna, hvort Eberth’s-
gerlar eru í sóttveikum manni. Sú aðferð er allra ein-