Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 62

Skírnir - 01.08.1908, Side 62
2ö4 Taugaveiki. eiulægt vera að drekka, eins mikið og hann lysti; og eg hefl séð þakklætið skína út úr augum sjúklingsins og horft á hann renna hróðugu hornauga til fólksins og lesið út úr huga hans: »þarna getið þið séð ; eg m á drekka«. Fólkið gerir þetta auðvitað í bezta tilgangi, að halda í vatnið, meina sjúklingi, sem liggur i taugaveiki að drekka kalt vatn. Og þessi bezti tilgangur er afaralgengur, en öldungis rammvitlaus. Sjúklingurinn þarf aðdrekka, áaðdrekkaogdrekkamikið. Meira en helmingur af líkama mannsins er vatn. Vatnið er því lífsnauðsyn. Það er einn hinn versti dauðdagi, að deyja úr þorsta. Við látum vatn niður í magann í flestum mat; og við drekkum það, ýmist óblandað, eða blandað ýmsum efnum til smekkbætis, hressingar eða næringar; en beztur svala- drykkur er hreint, kalt vatn. Vatnið fer úr meltingarfærunum inn í blóðið og um allan líkamann. Það fer aftur út úr blóðinu og út úr líkaman- um gegnum nýrun (þvagið), húðina og lungun. Þegar það kemur út úr líkamanum, eru í því mörg úrgangsefni, sem líkaminn þarf að losna við. Ef sótteitur er í blóðinu, þá fer það út úrlíkamanum með vatninu (mest í þvaginu). Þvi meira sem sjúklingurinn drekkur, þeim mun meira vatn fer inn í blóðið og út úr því aftur, og þeim mun meira skolast burtu af sótteitrinu úr líkamanum. Það er því ein hin mesta og bezta hjálp, sem veitt verður þessum sjúklingum, að iáta þá drekka sem allra mest af hreinu köldu vatni, til þess að sótteitrið (úr Eberth’s-gerlunumj safnist sem minst fyrir, skolist sem mest burtu úr likama þeirra. Sjúklingurinn fær mjólk; i henni er vatn; en það er ekki nóg. Segjum hann drekki 2 potta af mjólk á sólar- hring; þá er bezt að hann drekki þar að auki 2 potta af hreinu köldu vatni; það vcrða 4 pottar í alt. Og má vera meira, upp í 6 potta. Það er óþarfi að blanda drykkjarvatn sjúklingsins; en mörgum sjúklingum finst vatnið svala sér betur og:

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.