Skírnir - 01.08.1908, Síða 66
258
Taugaveiki.
hvoru megin við ofnvegginn, annað fyrir sóttmengaða
hlutina, hitt fyrir þá sótthreinsaða. Slikur ofn með húsi
yfir kostar 3—4 þúsund kr. Einn er til hér á landi.
Hann er í Laugarnesi við holdsveikraspítalann og hefir
komið Reykjavík og nærsveitum að góðu haldi.
Menn þekkja mjög mörg eltur, sem drepa sóttkveikjur-
Hér skal nefna nokkrar af þeim eiturblöndum, sem tíðast
eru notaðar.
Karbólvatn, 5% (dýrt); súblímatvatn, l°/00 (ódýrt, en
mjög eitrað og því vandfarið með það i; klórkalkvatnr
4%; kresólsápuvatn, 5% (mjög ódýrt og eitt hið bezta
sótthreinsunarlyf).
Loks er vert að muna það, að flestar sóttkveikjur
þola illa birtu. Ef sóttmenguð húsgögn eru viðruð útir
helzt 3—4 vikur, i skjóli fyrir regni en í góðum súg og
móti sólu, þá má oftast treysta því, að sóttkveikjurnar
drepist. Fóðraða stóla og bekki má t. d. bursta upp úr
karbólvatni og viðra síðan, sem hér var sagt.
Nú er að ræða um taugaveiki.
Það er á sveitaheimili og sjúlingurinn verður að liggja
í baðstofunni — alt sem erfiðast.
Ef heimamenn þurfa að fara til annarra bæja, t. d.
til að vitja læknis, þá gæta þeir þess að koma h vergi
inn, nema brýna nauðsyn beri til, og láta þá vita af þvír
að taugaveiki sé heima hjá þeim, til þess að fólkið á við-
komustaðnum sé við öllu búið.
Ef gestur kemur á sóttarheimilið, er hann varaður
við veikinni, bannað að koma inn að óþörfu.
Einum kvenmanni er falið að hirða sjúklinginn að
öllu leyti. Hún má ekki eiga við mat, ekki vera með
börn. Hún hefir léreftsforklæði yzt fata (þvær það oft)
og uppbrettar ermar í hvert sinn er hún býr um sjúkling-
inn, baðar hann eðá hagræðir honum, og þvær sér vand-
lega um hendur og handleggi á eftir, í hvert skifti, úr
heitu vatni og sápu með handbursta (kostar 10 aura); ef
hún hefir sótthreinsunarlög, burstar hún hendurnar úr
honum á eftir með öðrum bursta.