Skírnir - 01.08.1908, Qupperneq 67
Taugaveiki.
25'J
Kirna er tekin undir öll óhreinindi sjúklingsins og
höfð í framhýsi á afviknum stað. I næturgagn sjúklings-
ins og hrákabolla er látið kresólsápuvatn eða karból-
vatn eða annar sótthreinsunarlögur, jafnmikið og fyrir er
í ílátuuum; siðan er helt úr þeim í kirnunn. Þegar
sjúklingnum er þvegið, er þvottaskolpið blandað á sama
hátt og helt í kirnuna. Þar verður þetta að standa 4
stundir eða lengur, áður en út er helt, og er bezt að
grafa djúpa holu úti á túni, langt frá vatnsbóli, og hella
í hana. Ef sótthreinsunarlyf eru ekki til, eða þrjóta, þá
má safna öllu þessu í pott, setja hann yfir eld, er hann
fyllist, láta sóda í (hnefafylli), ef til er, og sjóða hálfa
stund, hella síðan út. Pottinn má vel hreinsa siðar, svo
að ekki saki.
Nærföt sjúklingsins og voðir og ver úr rúminu eru
tekin óðara en á þeim sér, soðin í vatni l/2 stund og siðan
þvegin. Fatnaðinn má láta i vel heldan stamp, hella
vatni yfir og geyma, þar til sótthreinsað verði í sótt-
hreinsunarlegi eða suðuhita.
Gólf eru þvegin daglega, en aldrei sópuð þur. Þess
er gætt að ekki atist rúmstæði sjúklingsins eða veggurinn
við rúmið og óðara þvegið, ef til ber.
Sjúklingurinn fær sérstök matarílát; aðrir skulu ekki
eta úr þeim; og þau skal þvo sér úr sjóðheitu vatni.
Þetta er þá allur vandinn. Hann er ekki mikill og
kostnaðurinn því minni.
Hitt er mikið, sem upp úr þessu hefst. Skynsamleg
meðferð á sjúklingnum og sífeld sótthreinsun á óhreinind-
um hans ber venjulega þann dýrmæta árangur, að sjúk-
lingurinn lifir, en sóttkveikjan drepst, svo að engir aðrir
taka sóttina.
En hvað á þetta lengi að ganga? Hvenær hættir
útferð sóttkveikjunnar (Eberth’s-gerlanna) úr líkama
sjúklingsins ?
Venjulega er sóttkveikjan með öllu horfin úr líkama
sjúklingsins, þegar hálfur mánuður er liðinn frá því er
17*