Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 68

Skírnir - 01.08.1908, Side 68
260 Taugaveiki. sótthitinn hvarf til fulls. Þá má gera fulhmðarsótthreins- un og hefja samgöngubann. En því er ekki að neita, að einstöku sinnum bregður út af þessu. Menn hafa fyrir skömmu uppgötvað, að Eberth’s-gerlarnir geta stöku sinnum haldið áfram lífi sínu í inuýflum manneskju, sem legið hefir í taugaveiki, og það í marga mánuði, óvíst hvað lengi, eftir að taugaveikin er um garð gengin og manneskjan alfrísk. Þessar gerla- manneskjur eru háskagripir; sóttkveikjan er í hægðura þeirra; enginn varar sig á þeim; þær geta sáð veikinní hingað og þangað. Og þá veit enginn hvaðan hún er komin. Þess eru enda dæmi, að Eberth’s-gerlar hafa fundist í hægðum heilbrigðra manna, sem aldrei hafa haft tauga- veiki; gerlarnir hafa þá komist niður í þarmana, en ekki þaðan inn í hold og blóð manneskjunnar og hún þvi ekki sýkst. Menn skulu ekki óttast þetta um of. Þetta er sjald- gæft. Það rýrir ekki gildi sóttvarnanna. Það skerpir nauðsyn þeirra og kennir okkur í viðbót, að það er skylda hvers manns, sem fengið hefir taugaveiki, að gæta hins ítrasta þrifnaðar lengi á eftir. Guðm. Bjöbnsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.