Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 69

Skírnir - 01.08.1908, Page 69
Jónas Lie. Á íslandi eiga allmargir menn og konur að þakka Jónasi Lie, skáldsagnamæringnum norska, er andaðist í sumar, margar ánægjustundir; er því skylt að minnast hans og æflstarfs hans í íslenzku tímariti, og það því fremur sem hann um 1870, er stjórnmál vor áttu einna erviðasta aðstöðu hjá Dönum, lagði íslandi drengilega lið- veizlu í norskum hlöðum, eins og skáldabróðir hans Björn- stjerne Björnson og ýmsir aðrir mætir samlandar þeirra. Jónas Lie átti að rekja ætt sína til norskra fjalla- bænda frá Stóruhlíð norður undir Dofrafjöllum. Langafi hans, ötull maður og vel gefinn, fiuttist búferlum til Þránd- heims, af því að hann þoldi lítt stritvinnu og búskapar- umstang. Hann varð þjónn á fógetaskrifstofu í Þránd- heimi, en kom með dugnaði sínum og vitsmunum ár sinni svo vel fyrir borð, að hann varð mesti atkvæðamaður í borginni, er stundir liðu fram. En nokkuð þótti hann einráður um málefni borgarinnar og mun hann með fram af því hafa verið kallaður Þrándheimskonungur. Faðir Jónasar lagði fyrir sig lög og varð dugandi og samvizkusamur embættismaður, en móðir Jónasar var kona stórgáfuð af Finnakyni í móðurætt, og sagði hann svo sjálfur frá, að frá henni væri sér komið hugmynda- fiug og orðgnótt. Jónas var fæddur 6. nóv. 1833. Þegar hann var 5 vetra, fluttist faðir hans til Tromsö og varð þar bæjar- fógeti. Jónas litli ólst upp á hinum sagnauðgu og hrikalegu stöðvum, sem nefndust Hálogaland í fornöld, og varð þegar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.