Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 70
262
Jónas Lie.
í æsku heillaður af þeim. Heflr hann í skáldsögunni
»Den Fremsynte« (Davíð skygni) lýst æskustöðvum sínum
og mörg beztu æfintýri hans eiga rót sína að rekja til
sagna, er hann hefir heyrt þar í æsku.
Foreldrar Jónasar voru bæði vel að sér og létu sér
því ant um, að sonur þeirra lærði eitthvað. En fram eft-
ir aldri var því ekki að hrósa, því að hann var mesti
slóði við alt nám. Þegar hann gekk í barnaskóla, þurfti
hann einlægt að staldra við og »góna og glápa« á hvað
eina sem fyrir augun bar, að því er honum segist sjálfum
frá. Var hann þvi oft 1—2 stundir á leiðinni í skólann,
þótt það væri ekki nema 10 mínútna gangur. Ekki tók
betra við, er hann var settur í unglingaskólann. Hann
var jafnlatur og áður, en var nú drjúgum barinn fyrir
letina. Loks var hann settur i latínuskólann í Björgvin,
en námið gekk þar og ærið skrykkjótt og bekkjabræðrum
hans þótti hann fáfróður og ankannalegur um marga
hluti. En tvent var það sem aflaði honum álits hjá
skólabræðrum sínum. Hann var einhver mesti áfloga-
kragi og kunni að segja vel og skipulega frá ýmsu, sem
hann hafði séð eða heyrt. Þessi ár fór hann að bera við
að yrkja, en ljóð hans fengu lítinn byr hjá félögum hans.
Eftir 4 ára skólaveru fór hann úr skóla og var nú send-
ur til Kristjaníu til Heltbergs gamla. Hann var kennari
með afbrigðum og þótti geta gert hvern letingja eða lið-
létting að stúdent. Svo fór og hér. Þegar Jónas hafði
dvalið '/-2 ár á stúdentaverksmiðju Heltbergs, tók hann
stúdentspróf með 2. einkunn.
Björnstjerne Björnson var Jónasi samtiða hjá Helt-
berg gamla. Fór Jónasi sem mörgum öðrum félögum
Björnsons í þá daga, hann varð heillaður af snild og
höfðingsskap hins »fráneyga og stórhuga leiðtoga«, en Björn-
son batt vináttu við Jónas og glæddi með stakri nærfærni
trú Jónasar á skáldskapargáfu sína. Hefir Jónas í bréfl
til Björnsons sjálfur skýrt frá því, hversu rík og víðtæk
áhrif BjÖrnson hafi haft á sig.