Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 72
264
Jónas Lie.
mikið um dýrðir á heimilinu, ekki sízt þegar Ole BulE
tók fiðluna sína og heillaði áheyrendurna með tónum
sínum.
En féglæfrarnir og gróðabrallið, sem fyr var vikið að,
fór vaxandi og Jónas Lie var engan veginn eins varkár
og forsjáll sem skyldi. Hann flæktist inn í margvíslegar
ábyrgðir og viðskifti, sem voru í mesta máta ótraust, og
þegar hrunið reið að, sogaði fjárþrota-hringiðan hann i
sig. Hann misti aleigu sína og stóð uppi með tvær hend-
ur tómar, konu og þrjú börn og skuldir, sem námu um 1
miljón króna.
Á ferð til Kristjaníu vorið 1868 skýrði Jónas konu
sinni frá, hvernig komið væri fyrir sér. Hann var magn-
þrota á líkama og sál og honum fundust öll sund lokuð.
Það er bágt að segja, hvað hann hefði tekið til bragðs,
hefði hann ekki átt þá konu sem hann átti. Hún hug-
hreysti hann, lagði niður fyrir honum, hvernig þau gætu
dregið fram líf sitt og barnanna og hvatti hann til að
gefa sig nú nær einvörðungu við skáldskapnum.
Með þeim fasta ásetning að rétta aftur við hag sinn
fiuttist Jónas um haustið til Kristjaníu. Þungt var hon-
um í skapi, er hann hugleiddi framtíðarhorfurnar, en sár-
ast sveið honum þó að geta ekki borgað hverjum sitt og
mörg ár bjó skuldasúpan honum angur og trega og lét
bann ala aldur sinn fjarri fósturjörð sinni. Ekki er hitt
síður merkilegt og eínkennir allvel manninn, að mörg ár
reyndi hann eftir mætti að grynna á skuldum sínum, þar
til vinir hans leiddu honum fyrir sjónir, að það væri
ókleift verk. En hins getur sagan ekki, hversu hann tók
sér nærri að láta af þessari tálvon.
Eins og búast mátti við, átti hann í fyrstu erfitt upp-
dráttar og varð að leggja fyrir sig blaðamensku, tima-
kenslu og fasteignasölu. Auk þess var hann einkaritari
Jóhans Sverdrups, stjórnmálamannsins mikla, og bar úr
býturn fyrir það 25 spesíudali á mánuði. En í tómstund-
um sínum fór hann að semja skáldsögu, sem kom út
um jól 1870 og gerði hann í skjótri svipan frægan um