Skírnir - 01.08.1908, Síða 82
274
Stikukerfið.
fuglsheiti og mannsnafn, til að tákna með ákveðna flatar-
málsstærð.
Mér finst hvorki næg ástæða til að binda sig við
frakknesku heitin, sem samþýðast illa tungu vorri, né
orðréttar þýðingar þeirra, sem geta aldrei orðið liðlegar
né hentugar í daglegu tali, hversu hugvitsamlegar sem
þær kunna að vera1). Hins vegar fæ eg eigi skilið, að
neitt geti verið á móti því, að taka fram úr hinu mikla
nægtabúri tungu vorrar orð, er táknað hafa fyrrum ein-
hverja lengd eða þyngd, og gefa þeim ákveðna merkingu
í tugakerfinu, eða festa ákveðna lengdar- eða þyngdar-
merkingu við ýms orð, er tákna nú óákveðna lengd eða
þyngd. Það má finna mýmörg dæmi til samskonar breyt-
inga á merkingu orða í tungu vorri, bæði að fornu og nýju.
Sími er nú alment haft í merkingunni fréttaþráður (ritsími,
talsími), og veldur það engum ruglingi né misskilningi,
þótt það orð finnist í fornöld í víðtækari merkingu (um
streng eða jafnvel sandrif í Hárbarðsljóðum: »þær or
sandi | síma undo«). Engan glundroða gjörir það, og eng-
inn hneykslast á því, þótt eyrir sé nú heiti hins minsta
penings hjá oss, en hafi áður táknað aðra og miklu meiri
fjárhæð, enda er hin forna merking flestum óljós. Breyt-
ingar á merkingu orða eru samkvæmar eðlilegu þróunar-
lögmáli, og sýna einmitt það, að málið okkar er ekki
neinn smurlingur eða dauður forngripur. Þess
hefir verið getið á aldarafmæli Jónasar Hallgrímssonar,
að mörg nýyrði úr þýðingu hans á stjörnufræði Ursins
væri svo vel komin inn í íslenzkuna, að þau mundu
haldast þar mörg hundruð ára, og hefir Jónas ýmist
sett þau saman eða tekið orð, sem til voru í málinu,
og fengið þeim nýja merkingu. Þrátt fyrir þetta halda
sumir því stöðugt fram, að íslenzk heiti i tugakerfiuu sé
*) Hér er átt við þýðingar þeirra Bjarna Jónssonar frá Vogi og
(ruðmundar Björnssonar landlæknis (sjá Sumargjöf 1907), sem mér þykja
hvorki vel fallnar til daglegrar notkunar né líklegar til að ná kylli al-
mennings, þótt eg virði mikils viðleitni höfundanna. Sbr. greinar OL
Dan. og Þork. Þork. i „Ing.“ 1907.