Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 89

Skírnir - 01.08.1908, Page 89
Sigurður L. Jónasson. Mér finst rétt og skylt, að þess manns sé að einhverju minst í tímariti Bókmentafélagsins. Hann var um fjölda- mörg ár skrifari Hafnardeildarinnar. Og hann tók við forsetastöðu þeirrar deildar eftir vin sinn Jón Sigurðs- son árið 1880. Það starf þótti hann leysa vel og sam- vizkusamlega af hendi, eins og hann var vandvirkur mað- ur og í öllu grandvar. Heiðursfélagi Bókmentafélagsins var hann líka á efri árum. Sá sem þetta ritar, kyntist Sigurði Jónassyni fyrst haustið 1856. Sigurður bjó þá á Garði — mig minnir með Arnljóti Olafssyni. Eg var daglega við nám um vet- urinn hjá löndum á Garði; veitti eg Sigurði töluverða eft- irtekt, svo eg gleymdi honum ekki síðan. Hann hafði þá nýlega áður ferðast með vini sínum Dufferin lávarði og hafði snið af heldri Englendingi (gentleman). Hann var hár og grannur, svartur á hrún og brá og skrúfhár, snar í augum og fljótlegur í fasi og þótti ekki mannblendinn; sá eg hann og sjaldan með öðrum lönduin þann vetur. En næsta vetur, sem eg dvaldi í Höfn, það var 1871—72, sá eg hann dagsdaglega með lönduin sínum, einkum á kvöldin við drykkju í Jakobsens kjallara í »Skaftinu.« Þar var þá og oftast Bergslien myndasmiður, vinur okk- ar beggja. Yið Snorri kaupmaður frá Siglufirði bjuggum saman og hentum við gaman að sumum af féiögum okk- ar í kjallaranum, er við kölluðum »Kobba búð« og glödd- um þá með nýjum formannavísum. Allar voru þær græskulausar að mestu, enda leirkendar, eins ,og þess háttar vísur eru vanar að vera.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.