Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 91

Skírnir - 01.08.1908, Page 91
Sigurður L. Jónaeson. 288 -og verið fóstri sinn, þegar hún var barn, og síðan hefði hún elskað hann; hann væri reyndar ömurlegur stundum, en þó bezti maður; kvaðst hún láta litla drenginn sinn leiða hann daglega þar í garðinum, og væri honum mikið yndi að barninu. Þegar við (o: eg og dóttir mín Herdís) komum að garðshliðinu, sáum við óðara öldunginn, og leiddi hann dreng, 3—4 ára, i garðinum. Sigurður glaðnaði við, er eg sagði, hver eg væri. :Settumst við svo inn í fremra herbergi hans. Alt var þar fábreytt inni, en hreint og viðfeldið; rak eg fljótt augun í píputré S. og stafa-þyrpinguna. Hann var mál- hreifur vel, en talaði mest um skáldskap og fornvini sína — hið sama og þá fyrir 30—35 árum. Allhrumur og sjónlítill var hann orðinn, og þó sviplíkari »gentleman,« að mér sýndist, en þegar við sátum í Kobba-búð.« Svo komu hjónin inn og buðu glas af öli. Var litli drengur inn þá sofnaður. En við 5 fórum út á litla flöt eða smá- hæð þar skamt frá, er gatan tók enda, og horfðum á sól- arlagið og fegurðina umhverfis. Gat mér þá ekki annað virzt en æfikvöld landa míns væri vonum fremur friðsælt -og viðunandi. Leiddi eg hann síðan heim að húsi hans og kvaddi þar með virktum. Var hann að sjá heill heilsu, enda heyrði eg hann ekkert æðruorð tala. Vissi eg, að hans auglit mundi eg aldrei oftar sjá, en þótt mér virtist kjör hans fátækleg, leizt mér konan, fóstra hans, vel fall- in til að loka augum hans með rækt og viðkvæmni. Og ekki heflr það h ú n verið eha hennár maður, sem fyrst bar út til óviðkomenda atvikin að andláti hans. Matth. Jochumsson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.