Skírnir - 01.08.1908, Qupperneq 96
288
Erlend tiðindi.
einu í Bajern. Þar hafSi verið gengið óvarlega frá legufærum, en
stórviðri var, og slitnaSi flugbelgurinn upp, laskaðist og kviknaSi
i, sprakk þá og ónyttist gersamlega á svipstundu. Parþegar voru
hvergi nærri og varð því ekkert manntjón. En slysið var metiS
þjóðar-mótlæti og efnt til almennra satnskota að bæta greifanum
skaðann. Þau urSu 3 miljónir ríkismarka á fám vikum.
Upp var tekiS í sumar af nýju málið milli Maximilian-Hardens
og E u 1 e n b u r g s greifa í Berlín, og greifanum stefnt um
,meinsæri og að hafa tælt aðra til meinsæris, í málinu um saurlífis-
glæp þann, er M.-H. hafði að honum dróttað. Yitni gengu í móti
honum. En þá varS að fresta málinu vegna veikinda Eulenburgs.
P e a r y hinn ameríski, norðurfarinn heimsfrægi, er fann fyrir
nokkurum árum að Grænland er eyja og komist hefir allra manna
næst norðurheimskauti (87° 6’), lagði af stað enr, af n/ju i sumar,
17. júlí, í sömu erindum sem áður. Skipinu, Roosevelt, heldur
hann svo langt í haust, sem flotiS getur, en hugsar að nota vetur-
inn til sleSaferSa beint norður að heimsskauti. Endist honum þaS
ekki, hverfur hann aftur og hefst viS á skipinu næsta sumar, en
leggur á stað annan vetur á sleðum meS sama hætti og áður.
Nú mun vera til skarar skriðið í Marokko með þeim
bræðrum Abdul Aziz soldáni og Mulay Hafid, er hafa ázt ilt við
undanfarin missiri. Abdul Aziz hefir farið halloka og hröklast af
stóli fyrir bróSur sínum og uppreistarliðinu, — beiS algerðan ósig-
ur í snarpri orustu, þar sem heitir Makaresch, seint í sumar.
Skortir nú eigi annað en viðurkenning stórveldanna á soldánstign
Mulay Hafids. Heldur hnekkir þetta Frökkum, er studdu Abdul Aziz.
Framgengt varð á þingi Breta í sumar ellistyrksný-
m æ 1 i hinu mikla til handa fátæku alþýðufólki hálfsjötugu
eSa þaSan af eldra. Efri málstofan lá við að feldi það. En lávarð-
arnir óttuðust svo megnan fjandskap verkmannalýðsins, að naum-
ast yrði við vært, og kusu heldur að samþykkja frumvarpið.
Jónas L i e, þjóðskáldið norska, andaðist í sumar, 7. júlí, hálf-
áttræður.