Fréttir frá fulltrúaþingi(nu) í Hróarskeldu viðvíkjandi málefnum Íslendinga - 01.01.1840, Qupperneq 19
19
Heiri sölubúSir, |>á getur lionum ekki gengið annað til enn
einmiðt að tálma aðsókninni, því hann getur fært út búðir
sjálfs sín svo sem hanu viil, haft par svo miklar vöru-
birgðir sein hann vill o. s. frv. — Tillisch: Eg hefi lier
litlu við að bæta nema [>ví, að hin íslenzka nefnd, sem
hiuir duglegustu menn á Islandi sátu í, hefir sterklega
mælt fram með Jögmáli þessu, og haldið að það efldi ein-
miðt aðsóknina. Ekki er lieldur iöginál þetta neinum til
skaða. þ>ó öðruvísi stæði á þegar tilskip. 23 Apr. 1817
kom út, mun enginn álíta haua skaðlega, því annars
mundi einhverr hafa orðið til að biðja um, að hún yrði
afmáð. — Örsted (konúngsfulltrúi) var samþj'kkur Hvidt
og Tillisch, hann sagði, að þó band þetta á verzluninni
mætti sýnast óþarft, |>egar aðalreglan (að öll verzlun sknli
vera sem frjálsust) se skoðuð, þá sé þó, eptir ásigkomu-
lagi í þessu máli öðru að gegna, og þareð bæði enir
skynsömustu menn á landinu liafi beiðzt lögmálsins, og
það mundi skemma kaup fyrir landsmönnum og verzlun
laiisakaupmanna, ef einn kaupmaður legði undir sig íleiri
búðir á einum stað, þá mundi þíngmenn ekki vilja synja
lögmálinu ineðmælis.
A 34 fundi 27 Ag. var mál þetta til lykta leidt:
Tillisch ítrekaði þá það sem áður var sagt, og bætti því
við: að verzlun á Islandi væri að sönnu leyst, en hún
væri þó ekki öldúngis frjáls, þareð einúngis ein tegund
kaupmanna ætti að öllu frjálst að kaupa þar *) og selja,
og því fremur væri nauðsyn að hrinda öllum tálma frá
aðsókuinni. — liansen mælti á inóti einsog áður; lianu
sagði, að lögmál þetta væri þó í því til skaða, að kaup-
menn kynni stundum ekki að geta selt búðir sínar á ein-
ura stað, eða að minnsta kosti ekki eins dýrt, þegar
kaupmaður í enum sama kaupstað ekki mætti kaupa þær.
|>að sem Hvidt hefir sagt, að sumstaðar sé að eins tvær
*) t.iklega er Jpcssi tegund lcauprnanna fastakaupniennirnir.
2*