Tímarit - 01.01.1870, Síða 1
I.
Áframhald um alpingistollinn.
2., Eins og \ér gátum um í fyrra bindi blaðsíðu 2.,
er sagt í 1. gr. opins bréfs 18. júlí 1848, að þeim hluta
alþíngisgjaldsins, er á jarðagózinu liggur, skuli jafna á
jarðirnar eptir leigumála þeirra («paa Jordegodset i For-
hold til de jorddrottelige Afgifter»), og í 3. grein laga-
boðs þessa fól konungurinn dómsmálastjórnarherra sín-
um, að segja fyrir með reglugjörðarbréfum til embætt-
ismanna, hvernig fara skyldi að finna þann hluta, er
hver jörð ætti að gjalda, hvort heldur sem á henni sæti
eigandi eða leiguliði, og eptir þessari Aipun gaf stjórn-
arherrann bæði sýslumönnum og hreppstjórum reglur
fyrir því, hvernig flnna skyldi afgjaldið; eru bréf þau
dagsett sama dag og iagaboðið. tar er boðið í bréflnu
til lireppstjóranna meðal annars:
a, að þeir skyldu láta hvern landseta gjöra sér sem
nákvæmasta grein fyrir jarðarafgjaldi sínu, og í því skyni
sýna sér byggíngarbréf sitt, ef hann hefði. Ef landseti
einhver eigi vildi láta uppskátt við þá jarðarafgjald sitt,
eða hermdi rángt til, svo þeir sæju, og þeir eigi gætu
komist eptir, hvað rétt mundi vera á annan hátt, skyldu
þeir meta afgjaldið á sama hátt, og ef eigandi sjálfur
byggi á jörðunni.
P, ef eigandi sjálfur byggi á jörðunni, skyldi meta
afgjaldið jafnt afgjaldi því, er lykist af jafndýrum jörð-
r