Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 3
0
a, H er maður leigir af öðrum eiithvað það, er
alþingistoll ber að lúka af, t. a. m. eyðijörðu, fjöru,
o. s. frv., verður sama regla að gilda um það, og gefin
er í bréfi dómsmálaráðherrans og getið var hér að fram-
an, um það er leiguliði býr á jörðu, að alþíngistollinn
ber að reikna eptir leigunni, en alls eigi eptir arðiþeim,
er sá, er leigir, hetir af hinu leigða.
b, Ef leigan er eingin, verður alþíngistollurinn eing-
inn ; þegar því leiguliði situr afgjaldslaust á jörðu, gelzt
af henni einginn alþíngistollur; þetta leiðir beinlínis af
reglunni a, því, ef hreppstjórar þá mætti setja sann-
gjarnt afgjatd á jörðina, upphefði reglan sig sjálf, því
samkvæmnin krefði þá og, að þeir ætíð mætti gjöra það,
er þeim þætti afgjaldið of lágt.
c, Af jarðabótum getur eigi borið að greiða al-
þíngisgjald, og eigi þó þær sé áskildar af landsdrottni
annaðhvort auk landskuldar eða upp í ákveðinn hluta
hennar; þær eru einginn útborinn eyrir eða tekjur, er
gángi til landsdrottins, heldur geta þær að eins með
tímanumgefið honum tekjur, er landskuldin vegna þeirra
fer að vaxa.
d, Þá er landsdrottinn hefir fleiri kúgildi til leigu-
burðar á leigujörðu sinni, en innstæðukúgildin mega
vera að lögum, ber eigi að greiða alþíngisgjald af leig-
unni eptir hin lausu, nema þau sé sett upp á leigu-
liðann í byggíngarskilmálunum, því þá má skoða leig-
una eptir þau, sem part af afgjaldi því, eða hlunnind-
um, er landsdrottinn hefir af jörðunni. Það er sem sé
Ijóst, að hin lausu kúgildi eru óviðriðin jörðunni,
þegar þau eigi eru sett í samband við hana, og að
leigan eptir þau því eigi geti talist meðal jarðarskuld-
anna. Það væri og ósanngjarnt, að heimla toll af þeim