Tímarit - 01.01.1870, Side 8
10
þar að, er eingin leiga er goldin eptir þau. Loksins er það
auðsætt, að þetta, er hér er sagt, eigi stendur í neinu stríði
við það, er vér höfum sagt hér að framan undir b. Ef á-
býiið væri þó svo slæmt, að eigi yrði álitið, að nokkur leiga
fengist eptir það, er auðvitað, að einginn alþíngistollur yrði
fremur tekinn af þeim hundruðunum, er ábúandi á sjálf-
ur, en hinum, er hann hefði til byggíngar leigulaust.
o, Ef maður að eins á nokkurn hlula af ábyli sínu,
en ýmsir þann hlutann, er hann eigi á sjálfur, og hann
situr á honum við ýmsa skilmála, þá leiðir beinlínis af
reglunni y, að matið sé afgjaldið af eignarhluta hans
eptir meðalafgjaldinu af hinum hundruðunum, er hann
heflr til ieigu.
•p, Sama regla virðist og að verði að gilda, er mað-
ur sjálfur býr að eins á nokkrum hluta eignarjarðar
sinnar, en leigir hitt út öðrum eptir ákveðnum hundr-
aðadýrleika, að meta verður afgjaldið af þeim partinum
er hann býr á, eptir afgjaldi þeirra hundraðanna, er liann
leigir öðrum, eða þá meðalafgjaldi þeirra, ef hann bygg-
ir þau fleirum en einum með mismunandi skilmálum.
q, Þegar maður á jörðu, er hjáleigur liggja undir,
og býr sjálfur annaðhvort á heimajörðunni eða einhverri
hjáleigunni, og heimajörðin og hver hjáleigan heflr sér-
skildan dýrleika, ber sömu reglu að við hafa til að finna
afgjaldið af ábýli eigandans, og nú var sagt, því heima-
jörðina með hjáleigunum er að skoða sem cina jörð.
En þar er torfan öll er matin til dýrleika, en hvorki
heimajörðin né hjáleigurnar hafa sérskildan dýrleika,
virðist réttast að meta afgjaldið af allri torfunni eptir
afgjaldi og dýrleika annara jarða þar í hreppi, er sann-
gjarnlega virðast leigðar; draga síðan frá afgjaldi því,
er þá kemur á alla torfuna, afgjöldin af hinum býlun-