Tímarit - 01.01.1870, Qupperneq 14
1G
komið sér saman um það, og nefna menn lög þessi þýðandi
(«decluratorislc») lög; að ímynda sér, að öll slík lög sé
svo rígbindandi, að menn eigi megi neitt frá þeim víkja,
væri bið sama sem að vilja útiloka allt samníngsfrelsi
manna og svipta þá öllum ráðum yfir rétti sínum, en
ekkert er gagnstæðara réttarmeðvitund vorri eða lögum,
en slíkt ófrelsi, er líka væri óhugsandi að nokkurstað-
ar gæti þrifist. —• Það er máltæki meðal vor, að það
sé lög er sjálfum semur, og á þessari grundvallarreglu
er ákvörðunin í Jóns Bókar kaup: bálks kap. XIV bygð,
þar sem segir: nú skulu haldast öll handsöluð mál þau,
er haldast eiga að lögum, og lögbók mælir eigi í móti
o: allir reglulegir samníngar, er lögbók o. s. frv., sjá
og Kr: 5. lög 5—1—2, þar er setníngin orðuð svo, að
allir þeir samníngar skuli haldast, er eigi sé gagnstæðir
lögum eða velsæmi. Það er því auðsætt, að hinn samn-
íngur millum landsdrottins og leiguliða hlýtur að vera
gildur, þar lögin eigi banna hann.
3. væri það og með öllu tilgángslaust, að lögin
bönnuðu slíkan samníng; tilgángurinn með þvílíktbann
yrði að vera sá, að vilja verja leiguliðana með því fyrir
ágángi landsdrottna, en þar sem landsdroltnum þó með
lögunum eingar skorður eru settar fyrir því, hve hátt
þeir byggi jarðir sínar, kæmi bann þetta fyrir ekki, því
það er auðsætt, að landsdrottinn bygði þá jörðina þeim
mun dýrara, sem alþíngistollinum gæli numið, ef hann
endilega ætti að endurgjalda hann leiguliða, en vildi
það ekki.