Tímarit - 01.01.1870, Síða 65
67
hinn lærði eða hinn visi. Hann var og hinn fyrsti
— það eg til veit — er á seinni tímum kom upp með
akuryrkju, kornrækt og kálrækt. Gísli var mesti láns-
maður og auðnumaður; hann var og kallaður Gjafa-Gísli
og til hans segja menn, að séra Hallgrímur Pétursson
hafi á alþíngi kveðið vísuna : «Hodda geingur stafstudd-
ur, stirðfœttur meðal virða — burða var betri forðum —
baldur að Gísla tjaldi,» o. s. frv.
Þorsteinn Þorleifsson.
Faðir: Þórleifur Magnússon sýslumaður á Hlíðarenda
(sjá Rángárþíng).
Móðir: Sesselja Björnsdótlir frá Laxamýri Magnús-
sonar.
Iívinna: Elín Þorláksdóttir biskups Skúlasonar, hún
dó 1726 86 ára gömul; þeirra
einbirni: Þrúður, hústrú Björnsbiskups Þorleifsson-
ar, hún giptist 1681, bjó eptir að hún var
orðin ekkja um hríð á Víðivöllum í Skaga-
firði, en fluttist þaðan að Illíðarenda, og
dó þar 1738, 72 ára gömul, barnlaus.
I’orsteinn sýslumaður fæddist 1635, lærði fyrst vel
hér i landi, fór síðan utan 19 vetra, og var við lær-
dómsiðkanir í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Haag og
Hotterdam, ferðaðist þaðan til Hamborgar, svo Iíaup-
mannahafnar og kom aptur til íslands 1658; varð hann
þá fyrst lögsagnari Gísla sýslumanns Magnússonar mágs
síns, og fékk Múlasýslu 1659, er Gísli slepti henni al-
gjörlega. 1661 kvæntist hann. Hann fékk og Skriðu-
klaustur; en 1670 eða 1671 skipti hann við mág sinn
Jón Þorlásson Múlasýslu — að undanteknum fjórum
nyrðstu þínghánum — fyrir Möðruvallaklaustur, með
5*