Tímarit - 01.01.1870, Síða 66
68
tillátssemi fógetans Jóhans Pétnrssonar Kléins, og fyrir
beiðni Gísla biskups. Um þrætu hans við Jón Eggerts-
son og önnur völd hans, sjá Hegraness sýslumannatal.
Jón Þorláksson.
Faðir: Þorlákur Skúlason, biskup á Hólum.
Móðir: Kristin GíslacLóttir lögmanns í Bræðratúngu
Hákonarsonar.
Iívinna: Sesselja Hallgrímsdóttir prests í Glaumbæ
Jónssonar.
Börn: 1. Jón varð lögsagnari föður síns 1702; átti
1699 Guðríði Einarsdóttur biskups forsteins-
sonar1.
2. Vigfiís og 3., Þorlákur, dóu báðir úngir.
4. Hallgrímur skólameistari á Hólum, átti barn
í lausaleik, og misti við það geistlegheitin.
5. Björn prófastur í Görðum á Álptanesi, dæt-
ur hans Þóra hústrú Haldórs biskups Brynj-
ólfssonar, og Steiuunn kvinna Skúla landfó-
geta Magnússonar; Steinunn var laungetin.
Jón ^orláksson lærði á Hólurn, og er hann var út-
skrifaður, sigldi hann til meiri lærdómsframa, kom svo
inn aptur og var um hríð á Hólum, sigldi aptur 1659
og kom þá inn aptur 1664; fór enn utan 1665, komst
í þjónustu höfuðmannsins Hinriks Bjelkes og fekk hans
veitingu 1666 fyrir Möðruvalla klaustri; ætlaði samaár-
ið inn með dönskum, en skipið var tekið af Skotum,
svo hann komst eigi til íslands fyrri en 1667, og heimt-
aði hann þá klaustrið.
Jón frá Ökrum í Skagaflrði, sonur Eggerts lög-
réttumanns, er þar bjó, Jónssonar sýslumanns í Haga á
1) Um búru Jóns sjslnmanus Jóussouar verbur hér sí&ar talal).