Tímarit - 01.01.1870, Qupperneq 92
94
haíi menn trúað þvi, að oeinhver forneskja» væri á
hólnum, eða fylgdi honnm, muu hann hafa verið helg-
ur í fornum sið. (Nafnið »Skrokkhóll» er sagt að svo
sé undir komið, að einn óaldarvetur hafl 18 — heldur
en 30 — hrossskrokkar staðið undir honum gegnfrosnir).
l’eir mágar Ketill einhendi og Þorgils í Lúnansholti
munu liafa tekið hérupp goðorð, hefir Ketill veríð einna
göfgastur landnámsmaður á þessu svæði, og flestarland-
námsættir þar hafa teingst við ætt hans. Ekki erhægtað
segjahverrar ættar Ketill heflr verið. Þess er tilgetanda,
að hann hafi talið ætt sína til Hrafnistumanna, og þess
vegna helzt halluð sér þar að, sem Iietill hængur var
fyrir, og hann hafi síðan gefið nafna sínum landnám sitt
allt fyrir utan Piángá til móts við Herjólf, en þeir Þorgils
síðan skipt því milli sín, því þeir munu hafa komið út
undir eins. Hvílíkur maður Ketill einhendi hefir verið,
má ráða af því, að afkvæmi hans mægðist við stór-
menni. Eilífur son hans fékk Haldóru Steinmóðardóttur
af 01visætt, sem var meðal ágætustu landnámsætta.
Þórdís hin mikla, dótturdótlir Ketils, átti Fiosa Þorbjarn-
arson hersborinn mann, og fleira má telja ef lengra er
rakið. Það kemur nú raunar nokkuð undarlega fyrir,
að dótturdóttir Ketils skyldi eiga Flosa, sem í fljótu á-
lili sýnist vera jafnhliða íngólfi (Flosi var mágur Orms,
mágs Ingólfs), en að sonur hans skyldi eiga bróður-
dóttur Aldísar hinnar burreisku, sem valla mun fædd
löngu fyrir 890. Þó getur þetta staðizt, og er þá ekki
ástæða til að rengja söguna. Iíetill einhendi hefir hlot-
ið að vera tvígiptur, og þarf hann ekki að vera fæddur
fyrir 835 til þess Þórunn auðga geti verið fædd fyrir
8C0, en Þórdís hin mikla nálægt 880, verður hún þá
á rek við Þuríði Þorbjarnardóttur, eptir því sem ætlað