Tímarit - 01.01.1870, Page 93
95
er á aldur hennar hér að framan, enda eru jafnmargir
liðir niður frá þeim til Sæmundar fróða og Guðrúnar
konu hans. Er þvi Flosi jafnaldri Jörundar góða, en
ekki íngólfs, mun lítill aldursmunur þeirra Flosa og
l’uríðar, en Oddný hefir verið miklu eldri og naumast
sammæðra, því þó Loptur hafi ekki komið út fyrr enn
um 900, og þá ekki verið eldri enn 12—14 vetra gam-
all, þá getur Oddný naumast verið fædd löngu eptir
860. Er líklegt að þeir frændur Loptur og Flosi hafi
komið út saman, líklega með Hásteini Atlasyni, eða í
ílóði hans, þeir voru allir af Gaulura og því án eaf
skyldir. Sýnist og svo sem Fiosi hafi kvænst áður hann
kom út, því ekki er þess getið að foreldrar Þórdísar
færi til íslands. Um landnám Flosa virðast vera mis-
sagnir í Landnámu. Þar segir fyrst: »hann nam land fyrir
austan Rángá, alla Rángárvöllu ena eystri». Þó segir
að liann byggi »á Skarfanesi», en það er út við Þjórsá.
Áptur segiraðFlosi »átti öll lönd milli Þjórsár og Eyng-
ár» »Eyngá» er ekki til. Enn segirað Þorsteinn tjald-
stæðíngur nam land »með ráði Flosa». Landnám Þor-
steins er nú að mestu leyti horfið undir Hekluhraun,
það er fyrir ofan bygð á Rángárvöllum (enum eystri).
Mun því meiníngin vera sú: að Flosi nam Rángárvöllu
alla liið efra milli Pjórsár og Eystri-Rángár. Það er
hið efsta af landnámi beggja þeirra Katlanna. Er ei ó-
líklegt að misritast hafi: Eyngár fyrir Eystri-Rángár.
Hver skal þess getið að Valla-Brandur, sem átti dóttur-
dóttur Flosa, mun ekki vera dótturson Ófeigs grettis,
því dætur Ófeigs eru fæddar fyrir vestan haf, en Brand-
ur er jafnliða sonum Úlfs örgoða. Áskell son Orms
hins auðga, félaga Ófeigs, hefir átt Aldísi Ófeigsdóttur,
og hefir faðir Brands verið þeirra son, en ekki sjálfur