Tímarit - 01.01.1870, Side 98
100
brennumönnum«, eins og kom fram hjá Borgfirðíngum
eptir víg Þorsteins Gíslasonar, nl. að það væri sameig-
inleg nauðsyn allra héraðsmanna, fyrst höfðíngja, og
svo alls almenníngs, að láta engum líðast það að ó-
sekju, að heimsækja nokkurn héraðsbúa með ófriði.
Fallist maður á þessa ætfun, að Hjalti Skeggjason
hafi haft goðorð og mannaforráð á Rángárvöllum (ytri),
þá virðist manni eðlilegt, að Hjalti gæti búist við því,
að Gunnar mundi vilja töluvert »gjöra fyrir sín orð og
vináttu» (N s. LXIV kap.). Þá þykir manni það engin
furða, þó Gunnari þætti meira undir um hann en marga
aðra, að hann nværi ekki á móti honum». í*á getur
maður skilið í því, hvers vegna Runólfur goði gjörði
sér svo mikið far um að sækja Hjalta til sektar fyrir
goðgá hans (Ól. Tr.s. 217 k.). f>ess er þó hvergi getið
að þeir væri skyldir. Runólfur hefir verið trúmaður
mikill í fornum sið, og því ekki þolað að eiga fyrir
samþíngisgoða slíkan trúarníðíng sem honum heflr þótt
Hjaltf vera. Getur líka verið, að Runólfi hafi þótt nóg
um nppgáng Hjalta og vinsældir hans í héraðinu -—þar
sem svo lítið hafði borið á forfeðrum hans — og því
gjarnan viljað ryðja honum af vegi. Þá fyrst getur
maður kallað það viturlega ráðið af Hjaita, að smíða
skip heima í Þjórsárdal og fieyta því ofan eptir Rángá.
Það hefði verið óviturlegt vogunarspii, ef þingmenn hans
hefði ekki verið við hendina, ef á hefði legið. Mörður
var raunar teingdur Hjalta, en hann var líka frændi
Runólfs, enda jafnan lítið trygð hans að treysta. Að
vísu hefir Hjalti hlotið að hafa fjölmenni með sér, því
á ýmsum stöðum hefir hann orðið að draga skipið á
landi, en nærri má geta, að það hefir ekki verið sá
grúi, að Hjalta væri óhætt, þó Runólfur dragi her að