Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 103
105
verið goðorð út af fyrir sig, og getur það nú verið. En
þegar ættirnar sameinuðust, hafa goðorðin gjört það
líka, að minsta kosti hafa þau bæði verið einn þriðjúng-
ur, þó þau þau hafi verið tvö í rauninni, sem hvort-
tveggja er til. Ekki er hægt að gizka á, hvernig
goðorðið heíir gengið mann fram af manni í ættinni,
því hún var fjölmenn og margir til þess bornir; en
svo vitrir menn áttu í hlut að víst má telja, að allir
hafi jafnan orðið ásáttir um, að þeir hefði goðorðið, sem
bezt voru tilfallnir ; einna líklegast er, að Elliðagrímur
hafi tekið við goðorði eptir Þormóð skapta; en ekki
verður séð hvert Þorsteinn goði hefir haft það eptir
hann en á undan Ásgrími, eða þeir Grafarfeðgar hafa
alla stund verið samgoðar þeirra Elliðagríms og Ás-
gríms, sem næstum er líklegra. Enda getur verið, að
þeir hafi eins fyrir því haft þriðjúngsgoðorðið á hendi
í sömu röð hver fram af öðrum.
Það sést af landnámu (5. P. k. 13.) að Þóroddur goði
var Eyvindarson, Þorgrímssonar, Grímólfssonar hins
gamla af Ögðum og Kormlaðar Iíjarvalsdóttur írakon-
úngs. Þorgrímur erfði Álf hinn egðska, föðurbróður
sinn, landnámsmann í Ölfusi, hafa þeir frændur allir
verið mestu stórmenni. Ormur hinn gamli, annar land-
námsmaður þar, var jarlborinn maður. Er það óhugs-
andi, að slíkir menn hafi gjörst annara undirmenn. En
þeir hafa gjört samband sín á milli, reist hof og tekið
upp goðorð í Ölfusinu, hefirmannaforræðið tilheyrt hvor-
umtveggja, en goðorðið haldistíEgðaættinni, af því hún
hefir verið fremri. Þar mun hafa staðið hið þriðja höf-
uðhof í Árnessþíngi, á «bæ Þórodds goða» og forfeðra,
hans. En «bær Þórodds goða» hefir ekki verið á Hjalla
þó svo sé almennt talið. Raunar mun hann hafa átt