Tímarit - 01.01.1870, Side 106
108
Ölfusmanna í það mund. Enn kom Grímkell lil Odd-
geirshóla, þar hafa þá þá án efa búið afkomendur Odd-
geirs og átt nokkuð mannaforráð. Ekki er þess getið,
að hann riði í Traðarholt, þess þurfti hann ekki, hann
átti Mosfellínga vísa til liðveizlu við sig, og þá líka
Þorgrím orrabein sem um þær mundir mun hafa verið
fyrir Flóamönnum. Annað mál er það, að þó Þor-
grímur væri vinur Grímkels, þá er öldúngis ólíklegt að
hann hafl látið laust við hann mannaforráð það sem
hann hafði á hendur fengið. Því þó aldrei hafl hann
liyrt að halda því í hendur Þorgils stjúpsyni sínum, þá
hefir hann unt þess Hæríngi syni sínum eptir sig, enda
sjálfum sér, meðan honum entist.
Þegar alþíngi var sett, voru þannig fimm aðal-
höfðíngjar í Árnessþíngi, hafi Gn'mkell þá verið kominn,
sem vel má vera, og næstum er líkara — þá er nú
sjálfsagt, að Mosfellingar hafa tekið upp þriðjúngs goð-
orð, og Hreppamenn annað. Og þá er um að gjöra,
hvert Flóamenn, Ölfusmenn eða Grímkeil hafi tekið liið
þriðja upp. Hvað Flóamenn snertir, þá var Þórður
dofni í æsku og ríki hans í sárum eptir víg Atla. Má
því ætla að Flóamenn hafi gjörst þriðjúngsmenn Elliða-
gríms, mun það hafa haldist þó Þórður tæki mannvirð-
íng, því hann mun ekki hafa verið neinn atkvæðamað-
ur í héraðsstjórn, og þess vegna mun það hafa verið,
að hann var kallaður Þórður <-dofni», en ekki af því,
hvað seint hann hefndi föður síns, til þess gat hann
varla orðið ýngri, jafnvel þó menn væri bráðgjörfir i
þann tíma. Þegar Þórður fór utan, má ætla hann hafi
fengið Eopti gamla héraðsstjórn í hendur; en þegar
Þórður var tíndur, og l'orgrímur orrabein fékk fórunn-
ar, þá hefir öll föðurleifð I’orgilsar fórðarsonar komið